GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

15.júlí

No comments

Hugleiðing dagsins
Þar sem við stóðum frammi fyrir nánast öruggri tortímingu, af völdum spilafíknarinnar, þá endaði það með þvi að við urðum að opna hug okkar fyrir andlegum málefnum. Það má með sanni segja að hinar fjölmörgu aðferðir sem við notuðum til þess að veðja og leggja undir hafi verið kröftugur málsvari; á endanum gerðu þær okkur móttækileg. Okkur lærðist að þegar við í þrjósku lokum huganum, þá erum við í raun að fara margs á mis.

Hafna ég umsvifalaust öllum nýjum hugmyndum? Eða er ég þolinmóður og reyni að breyta hinu gamla lífsmynstri mínu ?

Bæn dagsins
Megi ég vera með opinn huga, sérstaklega gagnvart því sem viðkemur andlegum málefnum, hafandi það í huga að “andlegt” er annað og meira en “trúarlegt”. Megi ég muna að lokaður hugur er einkenni sjúkdómsins en opinn hugur er grundvöllur batans.

Minnispunktur dagsins
Hvaða vörn er það sem felst í lokuðum huga?

14.júlí

No comments

Hugleiðing dagsins
Í ljósi þess hversu föst við erum í hinum gömlu hugsunum okkar og hegðun, þá er það skiljanlegt að við streitumst við þegar nýjar hugmyndir eru lagðar fyrir okkur þegar við erum ný í GA prógraminu. Þegar við finnum fyrir slíkri mótstöðu þá er engin þörf á að vísa viðkomandi hugmynd á bug fyrir fullt og allt; okkur hefur lærst að það er farsælla að leggja hugmyndina bara til hliðar um stundarsakir. Aðalatriðið er að það er ekki til nein “rétt” leið eða “röng”. Hvert okkar notfærir sér það sem kemur sér best á hverjum tíma og heldu opnum hug gagnvart hverri þeirri hjálp sem kann að koma sér vel á öðrum stundum.

Reyni ég að vera með opinn huga?

Bæn dagsins
Megi ég vera upplýstur um raunverulega merkingu þess að vera með opinn huga, meðvitaður um það að gamla skilgreiningin mín, þar sem ég taldi opinn hug vera sama og að vera víðsýnn, á ekki við hér. megi ég stöðugt vera opinn fyrir hugmyndum og uppástungum þeirra sem komu á undan mér í prógramið. Það sem virkaði fyrir þau getur virkað fyrir mig, sama hversu langsótt það kann að virðast eða augljóst.

Minnispunktur dagsins
Einungis opinn hugur er læknanlegur.

13.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Nú orðið fer ég á GA fundi til þess að tengja við það sem félagarnir eru að segja, ekki til þess að reyna að finna það sem passar ekki við mína reynslu. Og þegar ég hlusta eftir tengingum, þá er merkilegt hversu margar ég finn, sérstaklega varðandi tilfinningar. Þegar ég fer á fund þá hef ég í huga að ég er hér vegna eigin fíknar, ekki vegna fíknar einhvers annars, og það sem er mikilvægast, nefnilega hvaða afleiðingar fíknin hafði á hug minn og líkama. Ég fer á fundi vegna þess að það er vita vonlaust fyrir mig að ætla mér að vera spilalaus upp á eigin spýtur. Ég þarfnast GA prógramsins og Æðri Máttar.

Er ég farinn að draga úr dómhörku minni gagnvart öðrum?

Bæn dagsins
Megi ég halda árvekni minni þegar ég hlusta, einu sinni enn, á Gunna eða Halla eða Pétur eða Fríðu eða Jón eða Siggu segja sína sögu af eymd og örvæntingu. Megi ég finna, þegar ég hlusta af þeirri athygli sem ég við geta beitt, að hvert og eitt þeirra hefur eitthvað að segja sem ég get tengt við og samsamað minni sögu. Megi ég verða enn einu sinni hissa á því hversu margt við eigum sameiginlegt. Megi það sem er líkt með okkur þjappa okkur saman.

Minnispunktur dagsins
Í því sem við eigum sameiginlegt felst styrkurinn.

12.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Að mörgu leyti þá eru GA samtökin eins og þokkalega hamingjusamt skemmtiferðaskip, eða þegar vandræði steðja að, eins og skipalest. En til lengri tíma litið þá verðum við, hvert og eitt, að kortleggja sína eigin leið í gegnum lífið. Þegar sjórinn er sléttur þá er okkur hætt við að verða kærulaus. Ef við vanrækjum 10. Sporið þá er hugsanlegt að við hættum að gæta að því hvar við erum stödd. En ef við höfum 10. Sporið ætíð í huga þá mun okkur sjaldan reka svo af leið að við getum ekki leiðrétt stefnuna og komist á réttan spöl.

Átta ég mig á því að með því að ástunda 10. Sporið reglulega þá mun það hjálpa mér að öðlast æðruleysi og stuðla að hamingju?

Bæn dagsins
Megi 10. Sporið vera áttavitinn sem ég styðst við á ólgusjó lífsins og hjálpar mér að leiðrétta stefnuna þegar ég stefni á grynningar. megi ég hafa í huga að ef ekki væri fyrir alvitran Kaftein og árvekni skipsfélaga minna, þá gæti ég siglt um stefnulaus og yrði auðveldlega óttasleginn.

Minnispunktur dagsins
Að taka stefnuna út frá styrkri stjörnu.

11.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Einhver skilgreindi sjálfið sem “allar röngu hugmyndir mínar um sjálfan mig lagðar saman.” Ef ég vinn Tólf Sporin stöðugt og af þrautsegju þá mun það smám saman gera mér kleift að stroka burt þessar ranghugmyndir. Sú vinna hefur í för með sér nánast ómerkjanlega en stöðuga aukningu í þekkingu minni á sjálfum mér. Og það leiðir síðan aftur af sér aukinn skilning á Guði og öðru fólki.

Keppi ég að því að vera heiðarlegur við sjálfan mig og viðurkenni fúslega þegar ég hef rangt fyrir mér ?

Bæn dagsins
Guð, kenndu mér að skilja: kenndu mér að þekkja sannleikann þegar ég stend frammi fyrir honum: kenndu mér mikilvægi þess að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér, svo ég geti af einlægni sagt, “Ég hafði rangt fyrir mér” ásamt “fyrirgefðu.” Kenndu mér að það sé eitthvað til sem heiti “heilbrigt sjálfsálit”, sem krefst þess ekki að ég bregðist á ýktan hátt við mínum tilfinningum. Megi ég – hægt og bítandi – færast nær æskilegu jafnvægi, svo ég þurfi ekki að grípa til gömlu haldreipanna – ósanninda og fíknar.

Minnispunktur dagsins
Að halda jafnvægi.

10.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
GA prógramið er vegferð, ekki áfangastaður. Áður en við kynntumst prógraminu – og hjá sumum okkar, oft á tíðum eftir það – þá leituðu flest okkar að svörum í trúarbrögðum, heimspeki, sálfræði, í kenningum um sjálfsstjórn og persónluegan vöxt. Oftar en ekki þá færði þessi leit okkur þá niðurstöðu sem við þurftum einmitt á að halda; frelsi, ró, sjálfstraust og gleði. En leitin veitti okkur sjaldan svör við því hvaða nothæfu aðferð við ættum að beita til þess að fá þessa niðurstöðu – hvernig við ættum að komast úr þeirri stöðnuðu örvæntingu, sem við vorum í, og i það ástand sem við leituðum að.

Trúi ég því í einlægni að Sporin Tólf geti hjálpað mér að finna það sem ég í þarfnast og vil í raun?

Bæn dagsins
Megi ég vita að þegar ég er búinn að vinna Sporin Tólf, þá er ég ekki kominn á lygnan sjó. Lífið er ekki eins og slétta heldur er það aflíðandi brekka upp á við. Og við verðum að vinna sporin aftur og aftur muna þau. Megi ég vera þess fullviss að um leið og þau eru orðin hluti af lífi mínu, þá munu þau bara mig hvert sem ég vil fara.

Minnispunktur dagsins
Sporin er vegferð, ekki áfangastaður.

9.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Samuel Johnson (enskt skáld) ritaði: “…..sá sem hefur svo littla þekkingu á mannlegu eðli að telja að leiðin til þess að verða hamingjusamur sé að breyta öllu öðru en eigin lunderni, mun sólunda lífi sínu í árangurslaust erfiði og margfalda þann harm sem hann áformar að fjarlægja.” Ég geri mér grein fyrir því í dag að ég er ekki sú slæma maneskja sem ég taldi mig vera, mér urðu á mistök á ævinni sem ullu mér og þeim sem ég elska miklum harmi og sársauka. Með því að breyta mér í dag, þá get ég horfst í augu við óuppgerða fortíð mína og litið á hana sem lærdóm. Ég vona að þau sem standa mér nærri læri að virða heilbrigt val mitt í dag, í stað þess að einblína á óheilbrigt val mtt í fortíðinni.

Hefur Æðruleysis bænin kennt mér að eyða kröftum mínum einvörðungu í það sem ég get breytt – mér sjálfum?

Bæn dagsins
Veit mér hjálp við að skilja að ég verð að leita svara við breytingum innra með sjálfum mér. M egi ég velja það sem færir mér hamingju og æðruleysi og forðast það sem veldur mér uppnámi og
hryggð. Ef ég leyfi mínum Æðri mætti að leiðbeina mér þá hef ég öðlast það eina sem ég þarf til þess að velja rétt í dag.

Minnispunktur dagsins
Ég vel að breyta sjálfum mér, með Guðs hjálp.

8.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Þegar við tölum við vin í GA samtökunum, þá ættum við ekki að hika við að minna viðkomandi á þörf okkar fyrir friðhelgi einkalífsins. Náin og persónuleg samskipti eru svo sjálfsögð og auðveld innan GA samtakanna að jafnvel vinur eða trúnaðarmaður gleymir þegar við búumst við að viðkomandi sýni þagmælsku. Slík “samskipti með réttindum” fela í sér mikilvæga kosti. Einn helsti kosturinn er sá að þau veita okkur færi á að vera eins heiðarleg og okkur er frekast unnt. Annar kostur er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að særa aðra, né heldur þurfum við að óttast að verða að athlægi eða vera dæmd. Og um leið veitir það okkur bestu hugsanlega möguleikann á því að koma auga á sjálfsblekkingu.

Er ég traustsins verður?

Bæn dagsins
Ég bið um leiðsögn Guðs svo ég megi verða traustur trúnaðarmaður. Ég þarf að vera sá sem aðrir eru viljugir til þess að deila reynslu sinni með. Ég þarf að vera góður í að hlusta, ekki bara sá sem tjáir sig. Ég bið þess að verða tryggur og trúr, svo ég geti orðið móttækilegri vinur þeirra sem kjósa að gera mig að trúnaðarmanni.

Minnispunktur dagsins
Vera móttækilegur.

7.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Ef ég gæti losnað við þá áráttu mína að réttlæta gjörðir mínar, þá myndi án efa margt gott gerast í mínu lífi. Er heiðarleikinn svo niðurbældur undir mörgum lögum af sektarkennd að ég næ ekki til hans og skil þar af leiðandi ekki hvað hvetur mig áfram? Það að vera heiðarlegur við sjálfan sig er alls ekki auðvelt. Það er erfitt að átta sig á hvaðan hinar ýmsu hvatir komu og það sem skiptir í raun meira máli, af hverju ég lét þær stjórna mér. Það er ekkert sem lætur okkur finnast við eins varnarlaus og berskjölduð og það að hætta að nota afsökunina sem réttlætingin er, en það er einmitt þetta varnaleysi sem mun hjálpa mér að vaxa með hjálp GA prógramsins.

Er ég farinn að átta mig betur á því að sjálfsblekking mun einungis gera vandamálin verri?

Bæn dagsins
Megi Guð fjarlægja þá þörf mína að vera sífellt að koma með afsakanir. Hjálpaðu mér að horfast í augu við þann veruleika sem kemur í ljós þegar ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum mér. Hjálpaðu mér að sjá, eins berlega og dagur kemur efit nótt, að erfiðleikar mínir munu minnka ef ég bara treysti Guðs vilja.

Minnispunktur dagsins
Ég vil vera viljugur að fara eftir vilja Guðs.

6.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Sumum okkar í GA samtökunum finnst þau ekki geta gert það sem þau langar til.
Þau efast um eigin getu og hæfni. En í raun hefur hvert og eitt okkar ónýtta hæfileika. Við erum Guðs börn og það ætti að gefa okkur sterka vísbendingu um eðli þeirra ótakmörkuðu hæfileika sem við höfum. Þar sem við erum andlegar verur þá erum við ótakmörkuð. Okkur kann að finnast auðvelt að samþykkja þetta um einhvern sem skarar fram úr á á ákveðnu sviði. Ég ber hugsanlega saman minn eigin árangur saman við árangur einhers annars og fyllst vonleysi. En í raun er eini samanburðurinn sem ég á að gera er sá sem snýr að mér sjálfum.

Er ég betri manneskja í dag, sem kemur meiru í verk?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér ljóst að ég er Guðsbarn. Og ástríkt loforð hans um að ég muni öðlast það sem ég þurfi, ekki það sem mig langi í, er hans aðferð við að kenna mér að vera sá sem ég er – ekki sá sem mig dreymdi um að vera. Ég get, sem andleg vera, sannarlega orðið afkastamikil og framtakssöm manneskja, jafnvel komið einhverju af því í verk sem mér fannst ómögulegt á meðan ég var í viðjum spilafíknarinnar.

Minnispunktur dagsins
Að bera mig saman við gamla mig.