Hugleiðing dagsins
Margir þeirra sem við kynnumst í GA virðast ljóma – af gleði yfir lífinu sem endurspeglast í andliti þeirra og öllu þeirra atferli. Þeir hafa sagt skilið við spilafíknina og framþróun þeirra er komin á það stig að þeir eru “hátt uppi” af sjálfu lífinu. Sjálfsöryggi þeirra og eldmóður eru smitandi – sérstaklega fyrir nýliðana í GA. Nýliðum finnst ótrúlegt að þessir glöðu og hressu GA félagar hafi einhvern tíma haft þrúgandi áhyggjur og byrðar. Kraftaverkið sem saga þeirra sýnir er lifandi sönnun þess að prógramið virkar.
Nýtist framþróun mín í GA prógraminu sem skilaboð til annarra?
Bæn dagsins
Ég bið að mín eigin umbreyting, fyrir tilstuðlan GA prógramsins – frá þungum byrðum yfir í engar byrðar, frá niðurlútum yfir í uppreistan, kærulausum yfir í kærleiksríkan, frá ofsóttum af fjárhættuspilum yfir í frjálsan frá fjárhættuspilum – verði eins mikil hvatning fyrir nýliða og stórbrotin umbreyting í lífi annarra var fyrir mig. Megi ég – á sama hátt og aðrir kátir félagar í GA – læra hvernig það sé að vera “hátt uppi” af lífinu.
Minnispunktur dagsins
Lífið sjálft er besta víman.