GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts in Dagurinn í dag

2.október

No comments

Hugleiðing dagsins
Heil lífsheimspeki felst í ensku orðunum “Live and Let Live.” Í þessari setningu felst að við erum í fyrstu hvött til þess að lifa lífinu til fulls, ríkulega og af hamingju – að upplifa örlög okkar með þeirri gleði sem hlýst af því að gera vel hvað svo sem við tökum okkur fyrir hendur. Síðan kemur erfiðari þraut; Let Live. Í því felst að sætta sig við að aðrir hafi rétt til þess að lifa sínu lífi eins og þeir kjósa, án gagnrýni eða fordóma af okkar hálfu. Þessi heimspeki útilokar fyrirlitningu af okkar hálfu gagnvart þeim sem hugsa ekki eins og við. Í henni felst einnig viðvörun gagnvart gremju og minnir okkur á að túlka ekki gjörðir annarra sem persónulega áraás.

Er ég byrjaður að losna undan þeirri freistni að pæla í því hvað annað fólk gerir og segir ?

Bæn dagsins
Megi ég lifa lífinu til fulls, gerandi mér grein fyrir því að það að sökkva sér niður í leit að ánægju er ekki trygging fyrir ánægju og að góðmennska guðs er til skiptanna. Megi ég eiga hlutdeild í henni. Megi mér lærast að taka ekki ábyrgð á gjörðum annarra; slíkt væri stjórnsemi, að reyna að vera stjórnandi í lífi annarra.

Minnispunktur dagsins
Live and Let Live

Hugleiðing dagsins
Við getum verið umvafin fólki en samt verið einmanna. Við getum verið ein og út af fyrir okkur en samt verið glöð og ánægð. Í hverju liggur munurinn? Við finnum til einsemdar ef við búumst við einhverju af öðru fólki, sem það getur ekki veitt okkur. Enginn annar getur veitt okkur hugarró, viðurkenningu og friðsæld. Og þegar við upplifum það að vera einsömul , þá þurfum við ekki að finna til einsemdar. Guð er með okkur; nærvera hans er eins og hlýtt teppi sem umlykur okkur. Því meira sem við skynjum okkur sem elskuð af guði, þeim mun sáttari og öruggari erum við – hvort sem við erum ein eða innan um annað fólk.

Skynja ég guð á öllum stundum og á öllum stöðum?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að við eigum hvert og eitt okkar eigin tegund einmannaleika – hvort sem við erum ung og vinalaus, gömul í biðsal dauðans, svipt, skilin eftir, á flótta eða bara einfaldlega undanskilin í hóp. Megi einmannaleiki minn hverfa smátt og smátt í ljósi þeirrar staðreyndar að einmannaleiki er algeng tilfinning, sem allir finna fyrir og þekkja af eigin raun – þó svo að líf sumra virðist eyðilegra en annarra. Megi ég – og allir sem finna til einmannaleika – finna fyrir huggun í félagsskap guðs.

Minnispunktur dagsins
Einmannaleiki deildur er einmannaleiki minnkaður.

Hugleiðing dagsins
Óháð því hvað annað fók gerir eða gerir ekki, við verðum að halda bindindi okkar frá fjárhættuspilum. Þegar bati okkar fer að verða háður gjörðum eða aðgerðarleysi annarrar manneskju – sérstaklega ef við erum tengd þeirri manneskju tilfinningaböndum – þá verður niðurstaðan óhjákvæmilega hörmuleg. Við verðum einnig að muna að mikil óbeit á annarri manneskju er alveg jafn mikil tilfinningaleg þátttaka og nýfundin rómantísk ást. Eða með öðrum orðum – við verðum að fara okkur hægt í öllu sem kallar á tvísýna tilfinningalega aðild á fyrstu mánuðum batans, og verðum að reyna að sætta okkur við að tilfinningar okkar geta breyst skyndilega og stórbrotinn hátt. Einkunnarorð okkar verða að vera, “Byrjum á byrjuninni,” og einbeita okkur að aðal vandamálinu, að ná bata frá fjárhættuspilum áður en við gerum nokkuð annað.

Er ég að byggja traustan grunn og forðast um leið aðstæður sem gætu verið mér tilfinningalega hættulegar?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma því að heilbrigt samband við annað fólk er nauðsynlegt fyrir bata minn og líka því að það að skipta út þráhyggju fyrir annaðhvort ást eða hatur er jafn hættulegt fyrir velferð mína og hver önnur fíkn.

Minnispunktur dagsins
Að vera háður er að vera háður er að vera háður.

Hugleiðing dagsins
Á fyrstu vikum eða mánuðum okkar í GA gerist það stundum að óstöðugt tilfinningalegt ástand okkar hefur áhrif á tilfinningar okkar gagnvart gömlum vinum og fjölskyldu. Fyrir mörg okkar þá lagast þessi sambönd á fyrstu stigum batans. Hjá öðrum virðist renna upp tími “viðkvæmni”; nú þegar við erum hætt að stunda fjárhættuspil, þá verðum við að greiða úr tilfinningum okkar gagnvart maka, börnum, ættingjum, vinnuveitendum, samstarfsfólki og jafnvel nágrönnum. Reynsla okkar í GA prógraminu hefur kennt okkur að að við ættum að forðast að taka mikilvægar ákvarðanir á fyrstu stigum batans – sérstaklega tilfinningaþrungnar ákvarðanir varðandi fólk.

Er ég að verða betur í stakk búinn að tengja á þroskaðann hátt við annað fólk?

Bæn dagsins
Megi guð hjálpa mér í gegnum erfiðleikana, ringulreiðina við að koma skikkan á tilfinningar mínar varðandi sambönd og endurhugsa þau. Þetta stig batans þar sem ég reyni að púsla öllu saman upp á nýtt. Megi ég ekki rjúka til og byggja upp ný sambönd eða nýjar aðstæður, sem krefjast tilfinningalegrar skuldbindingar af minni hálfu – alveg strax.

Minnispunktur dagsins
Engin flækjukennd sambönd til að byrja með.

Hugleiðing dagsins
Nú, þegar við erum frjáls undan knýjandi þörfinni á að stunda fjárhættuspil, og erum farin að lifa einn dag í einu, þá getum við byrjað að hætta að gera óraunhæfar kröfur til þeirra sem við elskum. Við getum sýnt góðmennsku í stað þess að gera það ekki; við getum tekið okkur tíma til og átt frumkvæði að því að vera hugulsöm, tillitssöm og að sýna samúð. Jafnvel gagnvart fólki sem okkur mislíkar við, þá getum við reynt að vera kurteis, og á stundum jafnvel tekið á okkur krók til þess að reyna að skilja viðkomandi og hjálpa.

Mun ég í dag, reyna að skilja í stað þess að vera skilinn, verandi kurteis og fullur virðingar gagnvart þeim sem ég á samskipti við?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma hinum svampkennda gamla-mér, sem sogaði til sín hvern dropa af ástúð og athygli sem fjölskylda og vinir gátu gefið mér, uns þau voru þurrausin. megi ég læra að vera gefnadi í stað þess að vera stöðugt sá sem tekur. Megi ég æfa mig í að sýna áhuga, vinsemd, umhyggju og samúð uns það verður mér eðlilegt að vera næmur á annað fólk.

Minnispunktur dagsins
Að gefa er partur af því að vera.

Hugleiðing dagsins
Mörg okkar kröfðust þess, á barnalegan hátt, að aðrir vernduðu okkur og verðu og önnuðust, jafnvel eftir að við urðum fullorðin. Við létum eins og heimurinn skuldaði OKKUR. Og síðan, þegar þeir sem við unnum mest fengu nóg og ýttu okkur til hliðar eða hreinlega yfirgáfu okkur, þá urðum við ráðvillt. Við áttuðum okkur ekki á því að það að vera svona háður annarri manneskju var dæmt til þess að enda illa, vegna þess að allar manneskjur eru skeikular; jafnvel sú besta mun einhvern tíma bregðast okkur, sérstaklega þegar kröfur okkar eru ósanngjarnar. Í dag setjum við aftur á móti traust okkar á guð, reiðum okkur á hann frekar en okkur sjálf eða aðra manneskju.

Er ég að reyna að gera eins og ég held að guð vilji að ég geri, treystandi á hans vilja?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir, þegar ég skoða forsögu mína, að ég er ósjálfstæður einstaklingur. Á sama hátt og ég var háður fjárhættuspilum, þá var mér hætt við að verða háður öðru fólki, treystandi á að fá meira frá þeim en þau gátu gefið. Megi ég, loksins, skipta út þessu ungæðislega ósjálfstæði fyrir þroskað og heilbrigt traust á minn æðri mátt.

Minnispunktur dagsins
Traust mitt á sér margar hliðar.

Hugleiðing dagsins
Er lausn frá spilafíkn það eina sem við getum búist við frá andlegri vakningu? Nei – því fer fjarri. Frelsi frá fíkninni er bara byrjunin; það er einvörðungu fyrsta gjöfin sem við hljótum af fyrstu andlegu vakningunni. Það er augljóst að ef okkur eiga að hlotnast fleiri gjafir þá verður vakningin að halda áfram. Og eftir því sem andleg vakning verður meiri þeim mun betur gengur okkur að losa okkur við gamla lífið – líf sem var ekki að ganga upp – og skipta því út fyrir nýtt líf sem virkar við allar kringumstæður.

Er ég viljugur til þess að halda andlegri vakningu minni áfram fyrir tilstuðlan tólf sporanna?

Bæn dagsins
Megi ég muna hvernig lífið var þegar eina takmark mitt í lífinu var að losna undan spilafíkn. Öll orð og frasar sem ég greip til voru til þess ætluð að stöðva – “láta af, hætta að spila, gefast upp, ekki meir.” En þegar ég loks varð laus undan spilafíkninii þá áttaði ég mig á því að frelsi mitt fólst meira í því að byrja á einhverju – frekar en að stöðva. Megi ég nú halda áfram að hugsa á þeim nótum að byrja á einhverju – “eflast, aukast, vakna, vaxa, læra, að þroskast…”

Minnispunktur dagsins
Að stoppa var fyrir mig upphaf.

Hugleiðing dagsins
Reynslubolti í GA samtökunum ráðlagði mér að gera reglulega svokallaða “bata-birgðatalningu.” Niðurstöðu slíkrar talningar hafa sýnt mér – svo ekki verður um villst – að loforð þau sem okkur eru gefin í GA prógraminu hafa ræst. Ég er ekki lengur sá sjúki maður sem ég var árum saman; Ég er ekki lengur andlega, líkamlega og fjárhagslega gjaldþrota; Ég hef öðlast nýtt líf og nýja leið í lífinu, og ég hef öðlast innri frið megnið af tímanum. Þetta nýja líf mitt er svo gjörólíkt mínu gamla lífi, þegar ég kveið því að takast á við hvern nýjan dag. Kannski ættum við öll að gera svona birgðatalningu öðru hverju, þar sem sjáum svart á hvítu hvað GA prógramið er að gera fyrir okkur.

Ætla ég að að reyna að sá fræjum trúar þar sem óttinn ræður ríkjum?

Bæn dagsins
Guð, lát mig bera saman mitt nýja líf og hið gamla – einvörðungu til þess að sýna mér fram á hve mikið allt hefur breyst. Megi ég skoða árangur minn endrum og sinnum – bæði fyrir mig sem og nýliðana í GA. Megi þessi skoðun snúast – í einlægni – um það sem ég “er að gera” en ekki – í sjálfumgleði – það sem ég “hef gert.”

Minnispunktur dagsins
Hafa loforð prógramsins ræst fyrir mig? Hef ég staðið við mín loforð

Hugleiðing dagsins
Goethe skrifaði; “Allir vilja vera eitthvað, enginn vill vaxa.” Ég spyr sjálfan mig stundum, eins og við öll gerum; Hver er ég? Hvar er ég? Hvert er ég að fara? Hver er merking alls þessa? Það að læra og vaxa er yfirleitt seinfarinn vegur. En við munum ætíð fá svar á endanum. Það sem í fyrstu virðist margslungið og flókið reynist oftast vera sáraeinfalt í eðli sínu.

Hef ég meðtekið þá staðreynd að vilji til þess að vaxa sé lykillinn að andlegum framförum?

Bæn dagsins
Guð gefi mér þolinmæði og þrautsegju til þess að halda áfram, jafnvel þótt takmarkið sé ekki í augsýn. Meginreglur GA prógramsins eru vegvísir minn til þess að vaxa, mikilvægari en vegurinn sjálfur. Még munu verða allir vegir færir, ef ég bara fylgi vegvísinum.

Minnispunktur dagsins
Leiðin sjálf, ekki endastöðin.

Hugleiðing dagsins
Margir nýliðar í GA samtökunum segja, þegar þeir kynna sér rækilega tólf sporin ; “Það er naumast fyrirskipanir! Ég get ekki farið í gegnum þetta.” “Ekki láta hugfallast,” er sagt við okkur á fundi eftir fund. “Enginn okkar hefur getað fylgt þessum meginreglum til fullnustu. Við erum ekki dýrlingar. Það sem skiptir máli er að við erum tilbúin til þess vaxa andlega. Sporin eru leiðarvísir að framförum. Við væntum andlegra framfara frekar en fullkomnunar.”

Get ég trúað því að verkefni mitt sé ekki að endurskapa sjálfan mig heldur að gera sem best úr því sem guð gaf okkur?

Bæn dagsins
Jafnvle þótt ég sé gamall í hettunni innan GA samtakanna, þá má ég samt ekki gleyma því að sporin tólf eru ekki einhver listi af verkefnum sem ég geti klárað í eitt skipti fyrir öll. Þau eru miklu frekar leiðarvísir að ákveðnu marki. Megi hugur minn vera opinn fyrir frekari skilningi á inntaki sporanna tólf.

Minnispunktur dagsins
Framför frekar en fullkomnun.