Hugleiðing dagsins
Því lengur sem ég er í GA prógraminu, þeim mun betur verður það mér ljóst af hverju það er mikilvægt fyrir mig að skilja af hverju ég geri það sem ég geri og segi það sem ég segi. Mér verður æ betur ljóst hvernig manneskja ég er. Ég sé til að mynda nú að það er mun auðveldara að vera hreinskilinn og heiðarlegur við annað fólk heldur en við sjálfan mig. Mér hefur og lærst að við erum öll heft af þeirri þörf okkar að þurfa að réttlæta orð okkar og gjörðir.
Er ég búinn að gera reikningsskil í lífi mínu, gera birgðatalningu, eins og mælt er með í tólf sporunum? Er ég búinn að viðurkenna fyrir sjálfum mér og annarri manneskju í hverju brestir mínir felast?
Bæn dagsins
Megi fjórða sporið ekki tefja eða hindra bata minn – það að gerða óttalaus, siðferðisleg og fjárhagsleg reikningsskil í lífi okkar – né heldur sá gjörningur að viðurkenna fyrir sjálfum okkur og annarri manneskju nákvæmlega í hverju yfirsjónir okkar fólust. Megi ég vita að heiðarleiki gagnvart sjálfum mér, varðandi sjálfan mig, er mikilvægastur.
Minnispunktur dagsins
Ég get ekki lagfært ef ég hliðra til sannleikanum.