GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in March, 2024

31.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Sjúkdómur minn er ólíkur flestum öðrum sjúkdómum að því leyti að afneitunin varðandi það að ég sé veikur er megineinkenni þess að ég sé veikur. Líkt og er um marga aðra ólæknandi sjúkdómar þá er afturför eitt af einkennum míns sjúkdóms. Í GA þá köllum við slíka afturför “fall.” Það eina sem ég veit með vissu er að ég einn get valdið því að ég falli.

Ætla ég að hafa það hugfast að ég hugsa áður en ég framkvæmi? Ætla ég að reyna að forðast neikvæðar hugsanir?

Bæn dagsins
Guð gefi mér matt til þess að forðast freistingar. Megi ábyrgðin á því að láta undan freistingum, að “falla”, verða á mínum herðum og einungis mínum. Megi ég gera mér grein fyrir því með fyrirvara ef ég er kominn á fallbraut; með því að kenna öðrum um, svíkjast um að taka ábyrgð á sjálfum mér, verða fórnarlamb að nýju. Þegar svo er komið að ég hef tekið upp þessa gömlu skapgerðarbresti mína þá er ég kominn langt á fallbrautinni.

Minnispunktur dagsins
Hver sem er getur fallið.

30.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Fullkomin auðmýkt þýðir frelsi frá sjálfum mér, frelsi frá þeim kröfum sem skapgerðargallar mínir gera til mín. Auðmýkt merkir fúsleika til þess að komast að og framkvæma vilja guðs. Þó svo að ég geri ekki ráð fyrir að öðlast slíka sýn þá hjálpar það mér að hafa það í huga. Ég geri mér grein fyrir því að vegferð mín í átt til guðs er rétt hafin. Og eftir því sem sjálfbirgingsháttur minn dvínar, þá get ég jafnvel séð spaugilegu hliðarnar í fyrri drambsemi og sjálfselsku.

Tek ég sjálfan mig of hátíðlega?

Bæn dagsins
Megi stórbokkaháttur minn, sem er einkenni fíknar minnar, vera gerður að engu með því einfaldlega að bera saman máttleysi mitt við mátt guðs. Megi ég hugleiða merkingu æðri máttar í samanburði við eigin breyskleika. Megi það verða til þess að koma sjálfsáliti mínu niður í rétt hlutfall og hjálpa mér að losna við þær varnir sem ég hafði byggt upp með sýndarmennsku, gorgeri eða duldum hugmyndum um eigin mikillæti.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt er frelsi.

29.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Af hverju ánetjast fólk fjárhættuspilum? Dr. Robert Custer, frumkvöðull í meðhöndlun spilafíknar, hélt því fram að hvert og eitt okkar hafi fjórar grundvallarþarfir – ástúð, velþóknun, viðurkenningu og sjálfstraust. Ef þessum þörfum er ekki fullnægt þá finnst okkur við vera ófullkomin og lífið yfirþyrmandi. Að stunda fjárhættuspil getur – um stund – virst uppfylla þessar þarfir. En hver sem orsökin er, þá hefur félagsskapurinn í GA og prógramið sannað gildi sitt við að hjálpa þúsundum að yfirvinna spilafíknina.

Er ég þakklátur fyrir dómgreindina og félagsskapinn sem ég fæ í GA?

Bæn dagsins
Megi guð auka við skilning minn á sjúkdómnum – með því að hlusta á reynslusögur annarra GA félaga á fundum. Á slíkum fundum lærum við rétta merkingu þess að sigra – sigrast á fíkninni til þess að spila og öllum þeim neikvæðu áhrifum sem fjárhættuspil hafa á líf okkar. Megi guð halda áfram að sýna mér allt hið jákvæða sem fæst með því að vinna prógramið heiðarlega og af heilum hug.

Minnispunktur dagsins
Svörin felast í prógraminu.

28.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Við verðum að hugsa vel um GA nýliðann. Við viljum að hann kynnist prógraminu eins og við höfum kynnst því, nú þegar hann er að feta sig eftir stígnum til trausts og lífs. Við þurfum sifellt að viðhalda andlegum styrk prógramsins og gagnsemi þess, með árvekni, umsjá og átaki – til þess að vera undir það búin að taka á móti nýliðum.

Ber ég virðingu fyrir 12 sporunum?

Bæn dagsins
Guð hjálpi mér að leggja mitt af mörkum til þess að gera deildina mína að líflínu fyrir þá sem enn þjást af völdum spilafíknar, með því að viðhalda 12 sporum prógramsins. Megi prógramið verða “heimkoma” fyrir þau okkar sem þjáumst af spilafíkn. Megum við finna sameiginlega lausn á þeim sameiginlegu vandamálum sem hljotast af þessum sjúkdómi.

Minnispunktur dagsins
Að leggja mitt af mörkum.

27.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Uppsöfnuð gremja er ekki einvörðungu tímaeyðsla heldu líka eyðsla á lífi sem hefði getað verið betur varið. Ef ég geymi með mér lista yfir kúgun og vanvirðu þá er ég einvörðungu að halda í þeim lífi. Í bók Lewis Carrol; “Trough the Looking Glass” segir konungurinn “Ég mun aldrei gleyma hryllingi þessa augnabliks”, “Þú munt samt sem áður gera það” segir drottningin og bætir svo við “svo fremi að þú punktir það ekki hjá þér.”

Á ég leynilega geymslu, þar sem ég varðveiti eyðileggingu fortíðar minnar?

Bæn dagsins
Guð forði mér frá því að varðveita eðju úr fortíðinni – gremju, pirring, óvild, kúgun, ranglæti, óréttlæti, niðurlægingu, særindi, lítilsvirðingu. Þetta mun naga mig og stela frá mér tíma við að enduupphugsa hvað ég hefði getað sagt eða gert, allt þar til ég horfist í augu við hverja og eina af þessum minningum og geri mér fyrir þeim tilfinningum sem vakna með mér og sætti mig við þær eftir bestu getu – og gleymi síðan. Megi ég tæma geymsluna af gömlum misrétti.

Minnispunktur dagsins
Grafið og gleymt.

26.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Ég geri mér grein fyrir því að það að vera virkur þýðir að ég reyni eftir bestu getu að lifa samkvæmt tólf sporum GA prógramsins. Það þýðir að ég reyni að vera heiðarlegur, fyrst gagnvart sjálfum mér og síðan gagnvart öðrum. Það þýðir að ég þarf að stunda sjálfsskoðun, sjá sjálfan mig og samband mitt við minn æðri mátt skýrar. Eftir því sem ég verð virkari gagnvart umhverfi mínu og gagnvart sjálfum mér, þeim mun meiri verður vöxtur minn í prógraminu.

Læt ég aðra um alla vinnuna á fundum? legg ég mitt af mörkum?

Bæn dagsins
Megi mér skiljast að það að “lúta handleiðslu æðri máttar” þýðir ekki að ég þurfi ekki að leggja mitt af mörkum gagnvart prógraminu. Það er mitt að vinna sporin, að læra eitthvað sem hugsanlega er nýjung fyrir mér – að vera heiðarlegur. Megi ég gera greinarmun á því að vera virkur á þann hátt að ég þurfi ekki að hugsa – með því að hlaða á mig verkum – og því að vera virkur á uppbyggjandi hátt – með verkum sem hjálpa mér að vaxa.

Minnispunktur dagsins
“Handleiðsla guðs” þýðir að fá leiðsögn hjá guði.

25. mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Ef forfallinn spilafíkill vill öðlast farsælt líf þá verður sá hinn sami að skipta út þeim mætti sem spilafíknin hafði yfir honum fyrir annarskonar mátt – helst jákvæðan, að minnsta kosti hlutlausan en alls ekki neikvæðan. Því segjum við við nýliðann sem er fullur efasemda; Ef þú getur ekki trúað á Guð, finndu þá einhvern annan mátt sem er sterkari en fíknin og gefðu þessum mætti allt það vald og traust sem þú áður gafst fíkninni. Í GA getur hver og einn fundið sér sinn æðri mátt og notað undirstöðuatriði prógramsins og hópmeðferð fundanna sem hjálp við að endurbyggja líf sitt.

Ætla ég að leggja lykkju á leið mína til þess að hjálpa nýliðum?

Bæn dagsins
Megi máttur GA prógramsins vinna sitt kraftaverk, hvort heldur þeir trúa á sinn persónulega guð eða á alheimsmáttinn eða á GA deildina sína og eins fyrir þá sem skilgreina sinn eiginn mátt, trúarlegan eður ei. Ef nýliðinanum finnst of mikil áhersla á trúna í GA prógraminu,megi ég þá bjóða hann velkominn á hans eigin aldlegu forsendum. Megi ég átta mig á að við erum öll andlegar verur.

Minnispunktur dagsins
Skilgreinum okkar eigin æðri mátt.

24.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Það er sama hvort við höfum verið í GA samtökunum í 2 daga eða 20 ár, við þurfum öll að takast á við erfiðleika og vandamál daglegs lífs. Stundum óskum við þess að við gætum tekist á við öll okkar vandamál akkúrat núna, en svoleiðis ganga hlutirnir yfirleitt ekki fyrir sig. Ef við munum eftir frasanum “Einn dag í einu” þegar við finnum að við erum að fyllast hræðslu, þá kemur að því að við áttum okkur á því að besta leiðin til þess að takast á við hvað sem er er að velta hlutunum fyrir okkur. Við tökum eitt skref í einu, gerum okkar besta í hverju skrefi. Við segjum “Einn dag í einu” og við gerum það þannig – einn dag í einu.

Hef ég tileinkað mér kjörorð prógramsins, nú þegar ég er byrjaður að öðlast bata með hjálp prógramsins?

Bæn dagsins
Megi kjörorðin “Einn dag í einu” verða til þess að hægja á mér þegar ég vil koma of miklu í verk of hratt. Megi þessi einföldu orð duga til þess að ég stígi ekki eins fast á bensíngjöfina sem á það til að steypa mér í nýjar aðstæður án fyrirhyggju, draga úr þeim tíma sem ég eyði í að sækjast eftir veraldlegum hlutum. Megi ég hlusta á spakmælið sem segir að Róm hafi ekki verið reist á einum degi. Að sama skapi er mér ekki unnt að leysa öll mín vandamál á einu bretti.

Minnispunktur dagsins
Einn dag í einu.

23.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Í gegnum félagsskapinn í GA samtökunum höfum við lært að ekki einu sinni verstu hugsanlegu aðstæður, sem við gætum lent í, geta réttlætt það að fara aftur að stunda fjárhættuspil. Það er sama hversu slæmt útlitið virðist, það versnar bara ef við förum aftur að spila, þó ekki væri nema í stutta stund.

Er ég þakklátur fyrir væntumþykjuna og samhygðina í prógraminu?

Bæn dagsins
Megi ég halda því til streitu að enginn steinn sé svo þungur að hann geti dregið mig niður í hyldýpi fíknar minnar. Engin byrði, engin vonbrigði, ekkert sært stolt eða ástarsöknuður er það mikill að hann réttlæti afturhvarf til spilamennsku. Þegar ég el í brjósti mér hugsanir eins og “lífið er of erfitt”, eða að “enginn kemst heill í gegnum allt þetta” eða að “ég fell alltaf aftur”, þá ætti ég að hlýða ögn á tóninn í kvörtunum mínum og rifja upp að ég hef heyrt þennan tón áður – á meðan ég var enn að spila. Svona sjálfsvorkun er fyrsta skrefið á fallbraut. Megi guð gefa að ég sé vakandi gagnvart eigin umkvörtunartón.

Minnispunktur dagsins
Hlýða á eign kvartanir.

22.mars

No comments

Hugleiðing dagsins
Það kemur fyrir að þeirri hugsun lýstur niður í huga mér að hlutirnir hafi nú kannski ekki verið svo alslæmir. Á slíkum stundum bregð ég á það ráð að neyða sjálfan mig til þess að viðurkenna að það er sjúkdómurinn sem er að tala, ekki ég. Hann er að reyna að fá mig til þess að afneyta því að ég sé í raun haldinn ólæknandi sjúkdómi. Einn af megin þáttunum í GA prógraminu er að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart sjúkdómnum og fela hann guði, eins og við skiljum hann.

Trúi ég því að náð guðs geti gert það fyrir mig sem ég gat ekki einsamall?

Bæn dagsins
Megi ég vita að mjög margt í lífi okkar ræðst af trú. Okkur er fyrirmunað að þekkja mörk tíma og rúms – eða að útskýra leyndarmál lífs og dauða. En þegar við sjáum verk guðs á sjálfum okkur og öðrum, sem hafa fundið nýtt líf fyrir tilstuðlan GA prógramsins, þá er það í okkar huga næg sönnun fyrir tilvist guðs.

Minnispunktur dagsins
Hjól lífsins er knúið áfram af trú.