Hugleiðing dagsins
Að veita ást er gefandi. Það má ekki vera aðalatriðið hvort hún sé endurgoldin eður ei. Ef ég elska einvörðungu til þess að fá viðbrögð, sem mér þóknast, þá er ég um leið að grafa undan minni ást. Ef ég er fær um að elska þá eru sérhver viðbrögð sem ég fæ sérstakur bónus. Með því að elska, án skilyrða og takmarkana, mun sjálfsþekking okkar aukast og við munum byggja okkur upp andlega.
Er ég farinn að trúa orðum Göethe “Ást drottnar ekki, hún leggur rækt við”?
Bæn dagsins
Megi ég, hinn forfallni já-maður og leitandi að viðurkenningu, vita það að einungis sönn ást væntir einskis í staðinn. Megi guð sýna mér biðlund þar sem ég reyni að þroska með mér þessa meginreglu. Megi ég losa mig við stoltið sem flækist fyrir kærleikanum. Megi ég losa mig við hina kjánalegu leiki sem eiga ekkert sammerkt með sannri ást.
Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki elska til þess að vera elskaður.