Hugleiðing dagsins
GA prógramið hefur sýnt mér fram á að sárafáir geti með sanni fullyrt að þeir elski alla. Flest okkar verða að viðurkenna að við höfum einungis elskað sárafá og að við höfum verið áhugalaus um marga. Hvað restina varðar, ja sannast að segja þá mislíkaði okkur við þau og jafnvel hötuðum. Við sem erum í GA finnum að við þurfum annað og meira en þetta til þess að ná og halda jafnvægi. Sú hugmynd að við getum – á ráðríkan hátt – elskað fáa, hunsað marga og óttast eða hatað einhvern yfir höfuð, verður að hverfa – hugsanlega smám saman.
Beini ég athyglinni á fundum að skilaboðunum frekar en sendiboðanum?
Bæn dagsins
Megi mér skiljast að það er ekkert pláss í batanum – né heldur í lífinu í heild – fyrir eitrað hatur né heldur áhugalaust afskiptaleysi. Ein mikilvægasta jákvæða hugmyndin sem ég skyldi festa mér í huga er að allar manneskjur, sem börn guðs, eru hluti af ástríku systra- og bræðralagi. Megi mér reynast erfitt að hata systkini mín.
Minnispunktur dagsins
Hlýddu á skilaboðin. Ekki dæma sendiboðann.