Hugleiðing dagsins
Sum okkar, nýliðanna í GA, gátum ekki staðist þá freistingu að segja hverjum sem heyra vildi hversu “hræðileg” við höfðum við höfðum verið. Á svipaðan hátt og við ýktum hin smávægilegu afrek okkar þá ýktum við galla okkar með sektarkennd. Af ákafa “viðurkenndum við allt”, haldandi að afhjúpun synda okkar væri ígildi sannrar auðmýktar og mikinn andlegan eiginleika. Það var ekki fyrr en við uxum, með hjálp prógramsins, að við áttuðum okkur á að þessi syndaaflausn var í raun sýndarmennska. Og með þeirri hugljómum kom upphafið að vissri auðmýkt.
Er mér að byrja að skiljast að ég er ekki svo mikilvægur, eftir allt?
Bæn dagsins
Megi mér lærast að það er himinn og haf á milli sannrar auðmýtrar og leikrænnar sjálfs-ásökunar. Megi mér vera bent á ef ég ómeðvitandi fer að gerast miðpunktur athyglinnar með því að hreykja mér með sögum af fyrra líferni mínu. Megi ég varast að gera fíkn mína að einhverri lofsunginni hetjusögu. Megi ég forðast drambsamar “spila-sagnakviður.”
Minnispunktur dagsins
Ég ætla ekki að vera aðal stjarnan í eigin “spila-sagnakviðum.”