Hugleiðing dagsins
Sektarkennd er slóttugt vopn í vopnabúri spilafíkilsins. Við getum notað sektarkenndina á marga vegu gagnvart okkur sjálfum; til dæmis þegar við notum hana fimlega til þess að telja okkur trú um að GA prógramið virki ekki. Ég verð að vera stöðugt á varðbergi og verjast gagnvart sektarkennd og sjálfsásökunum varðandi fortíðina. Ef þörf krefur, þá verð ég stöðugt að “endurfyrirgefa” sjálfum mér, viðurkenna sjálfan mig sem blöndu af bæði góðu og slæmu.
Er ég að vinna í því að öðlast andlegan bata? Eða sætti ég mig við ekkert minna en hið ómögulega – andlega fullkomnun?
Bæn dagsins
Megi ég skyggnast öðru hvoru inn á við og athuga hvort ég komi auga á sektarkennd sem ég hef ekki unnið úr og getur, ef henni er leyft að krauma áfram, truflað eða eyðilagt bata minn. Megi ég hætta að sparka í sjálfan mig og benda á eigin ófullkomnun – allt þá slæmu eiginleika mína sem draga úr “fullkomleika” mínum. Megi ég hætta að reyna vera fullkominn og reyna þess í stað að vera andlega heilbrigður.
Minnispunktur dagsins
Ég er mennskur – að hluta til góður, að hluta til ekki svo góður.