Hugleiðing dagsins
Ég trúi því að GA prógramið og tólf sporin virka, ekki vegna þess að ég hafi lesið um það í bók eða heyrt annað fólk segja frá því. Ástæðan fyrir því að ég trúi að prógramið og sporin virka er sú að ég hef séð annað fólk ná bata og fundið fyrir þessum sama bata á sjálfum mér. Mér finnst ég ekki lengur vera “án hjálpar og vonlaus.” Þegar ég sé batann hjá öðrum og skynja hann hjá sjálfum mér, þá veit ég að prógramið virkar. Heimspekingurinn Jung svaraði einu sinni, þegar sjónvarpsfréttamaður spurði hvort hann tryði á guð, “ég trúi ekki. Ég veit.”
Veit ég hvort prógramið virkar?
Bæn dagsins
Megi ég sjá farsæla endinn, lífið sem hefur batnað, brotnu sjálfsmyndina sem hefur verið lagfærð, endurbyggðu brýrnar, svo ég þurfi ekki að treysta á trúna til þess að öðlast vissu þess að prógramið virki. Megi ég sjá það virka – bæði fyrir aðra og sjálfan mig. Megi ég vera þakklátur fyrir það sem skráð hefur verið um raunverulegan árangur prógramsins. Megi þessi vissa hjálpa mér að finna þá trú sem ég þarf til þess að lifa samkvæmt tólf sporunum.
Minnispunktur dagsins
GA prógramið virkar