Hugleiðing dagsins
Eftir því sem tímnn líður og við tökum æ meiri þátt í GA starfinu verðum við þess áskynja hversu mikilvægur heiðarleiki og hreinskilni er fyrir bata okkar. Þegar við áttum okkur á þessu þá er eitt af því fyrsta sem gerist að við getum viðurkennt hversu óskynsamleg og óheilbrigð hegðun okkar var. Um leið og við áttum okkur á þessu, án þess að fyllast skömm eða komast úr jafnvægi, þá öðlumst við enn frekara frelsi.
Vænti ég þess, eftir því sem batinn eykst, að líf mitt verði æ auðugra og friðsælla?
Bæn dagsins
Megi mér auðnast að sjá, jafnvel þegar ég tek hið öfluga fyrsta skref – sem er hugsanlega það eina heiðarlega sem ég hef gert í langan tíma, að heiðarleiki krefst æfingar. Mitt gamla afvegaleidda sjálf er jafn ólíkt hinu heiðarlega sjálfi, sem er takmark mitt, og nótt og dagur. Megi ég átta mig á að það þarf meira en eina gráa dagrenningu til þess að breyta mér.
Minnispunktur dagsins
Heiðarleiki krefst æfingar.