Hugleiðing dagsins
Í dag er það trú mín að ég eigi rétt á andlegum þroska. Ég á rétt á því að þroskast tilfinningalega. Ég á rétt á því að njóta þess að vera einn með sjálfum mér og það gerir mig að betri félagsskap. Ég á einnig rétt á því að öðlast fúsleika – mikinn fúsleika, algeran fúsleika – til þess að bæta fyrir brot mín gagnvart þeim sem ég hef skaðað. Vegna þess að ég get sætt mig við sjálfan mig eins og ég raunverulega er, þá get ég betur sætt mig við annað fólk eins og það er – kannski ekki algjörlega og að fullu en mun betur en ég gat áður.
Er ég byrjaður að vingast við guð og þar með við sjálfan mig?
Bæn dagsins
Megi guð sýna mér að það er í lagi fyrir mig að líka við sjálfan mig, jafnvel þegar ég reyni að leiðrétta fyrri gjörðir mínar og byggja líf mitt upp aftur. Megi ég stöðugt minna sjálfan mig á að ég sé breyttur. Ég hef breyst. Ég er betri, vitrari og heilbrigðari manneskja. Ég hef tekið nokkrar góðar ákvarðanir. Megi ég, sem þessi “nýja manneskja”, eiga auðveldara með að bæta fyrir það sem gerðist fyrir löngu síðan, þegar ég var í allt öðru andlegu ástandi. Megi þeir sem ég braut á einnig eiga auðveldara með að meðtaka yfirbót mína.
Minnispunktur dagsins
Það er í lagi að líka við sjálfan sig.