Hugleiðing dagsins
Við verðum að vilja vera fullkomlega heiðarlega, þegar við vinnum níunda sporið. En við verðum á sama tíma að hafa í huga að “fullkominn heiðarleiki” sem er ógagnrýninn og hugar ekki að afleiðingunum gæti eyðilagt sambönd og rústað heimilum. Við megum ekki láta blekkingu og svik né heldur stolt standa í veginum, þegar við vinnum níunda sporið, en sýna samt tillitssemi og nærgætni svo við særum ekki aðra. Það, hvenær og hvernig við segjum sannleikann – eða kjósum að þegja – getur afhjúpað muninn á milli sannra heilinda og engra.
Er ég þakklátur fyrir það sem sannleikurinn færir mér, fyrir tilstilli míns Æðri máttar, og sem ég nýt þeirra forréttinda að taka á móti?
Bæn dagsins
Megi ég bera gæfu til þess að öðlast þann vísdóm að þekkja hinn hárfína mun á nærgætni og óheiðarleika. Megi ég ekki grípa til þess að beita þokka, smjaðri eða uppgerðar lítillæta og beita fyrir mig staðhæfingum eins og “Þú ert svo góð en ég svo vondur”, í ákefð minni að bæta fyrir brot mín. Þetta er birtingarmynd óheiðarleikans og eiga rætur í þeirri hegðan minni að grípa til hinna ýmsu hlutverka, þegar ég var virkur spilafíkill, til þess að fá mínu framgengt.
Megi ég bera kennsl á slíka hegðan.
Minnispunktur dagsins
Nærgætni er heiðarleiki valinn af háttvísi.