Hugleiðing dagsins
“Milliliðalaust” er lykilorð í níunda sporinu. Því miður er það svo að mörg okkar vonast stundum til þess að með því að bæta óbeint fyrir brot okkar, þá getum við komið okkur undan þeirri niðurlægingu og kvöl sem það gæti kostað okkur ef við töluðum beint við þann sem við beittum rangindum. Þetta eru undanbrögð og mun aldrei gefa okkur hið sanna frelsi sem felst í því að takast á við misgjörðir okkar úr fortíðinni. Það sýnir aftur á móti að við erum enn að reyna að verja eitthvað sem er í raun óverjandi og höngum með því í hegðun sem við ættum að láta af. Oftast nær er það stolt okkar og ótti sem stendur helst í veginum fyrir því að við bætum fyrir brot okkar milliliðalaust.
Geri ég mér grein fyrir þeim sanna varanlega ávinningi þegar ég bæti fyrir brot mín?
Bæn dagsins
Megi ég vera þess fullviss að besta umbunin, þegar ég bæti fyrir brot mín, verður ætíð mín. En megi ég að sama skapi forðast að gera reikningsskil gjörða minni einvörðungu með eigin hag fyrir brjósti – að vera fyrirgefið, að öðlast aftur samþykki einhvers, að flagga hinum “nýja mér.” Uppþensla eigin stolts og að gera öðrum til geðs eru ekki hluti af hinum “nýja mér.” Guð forði mér frá tækifærismennsku.
Minnispunktur dagsins
Ekki blása upp eigið stolt né að reyna geðjast öðrum.