Hugleiðing dagsins
Þegar okkur verður hugsað um öfugsnúið eða brostið samband okkar við aðra manneskju þá snúast tilfinningar okkar til varnar. Til þess að forðast að horfast í augu við hvað við gerðum á hlut viðkomandi þá einblínum við, full gremju, á hvað hann eða hún gerði á okkar hlut. Það hlakkar í okkur þegar við minnumst smávægilegra atvika og notum okkur þau sem afsökun til þess að gera lítið úr eða jafnvel gleyma okkar eigin hegðun. Við verðum að minnast þess að við erum ekki þau einu sem kljást við sýktar tilfinningar. Við erum oftar en ekki í samskiptum við þjáningarbræður, þar á meðal þau sem eru að takast á við slæma líðan af okkar völdum.
Ef ég er við það að biðja aðra fyrirgefrningar, er þá ekki rétt að ég fyrirgefi þeim?
Bæn dagsins
Þegar ég kenni öðrum um eða leita að sök hjá þeim, megi þá minn Æðri máttur benda mér á að líta í eigin barm og horfast í augu við eigin sektarkennd, sem ég hef svo auðveldlega falið. megi ég bera kennsl á þessa hegðun sem það sem hún í raun er.
Minnispunktur dagsins
Gremja á röngunni er sektarkennd.