GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in July, 2024

11.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Einhver skilgreindi sjálfið sem “allar röngu hugmyndir mínar um sjálfan mig lagðar saman.” Ef ég vinn Tólf Sporin stöðugt og af þrautsegju þá mun það smám saman gera mér kleift að stroka burt þessar ranghugmyndir. Sú vinna hefur í för með sér nánast ómerkjanlega en stöðuga aukningu í þekkingu minni á sjálfum mér. Og það leiðir síðan aftur af sér aukinn skilning á Guði og öðru fólki.

Keppi ég að því að vera heiðarlegur við sjálfan mig og viðurkenni fúslega þegar ég hef rangt fyrir mér ?

Bæn dagsins
Guð, kenndu mér að skilja: kenndu mér að þekkja sannleikann þegar ég stend frammi fyrir honum: kenndu mér mikilvægi þess að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér, svo ég geti af einlægni sagt, “Ég hafði rangt fyrir mér” ásamt “fyrirgefðu.” Kenndu mér að það sé eitthvað til sem heiti “heilbrigt sjálfsálit”, sem krefst þess ekki að ég bregðist á ýktan hátt við mínum tilfinningum. Megi ég – hægt og bítandi – færast nær æskilegu jafnvægi, svo ég þurfi ekki að grípa til gömlu haldreipanna – ósanninda og fíknar.

Minnispunktur dagsins
Að halda jafnvægi.

10.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
GA prógramið er vegferð, ekki áfangastaður. Áður en við kynntumst prógraminu – og hjá sumum okkar, oft á tíðum eftir það – þá leituðu flest okkar að svörum í trúarbrögðum, heimspeki, sálfræði, í kenningum um sjálfsstjórn og persónluegan vöxt. Oftar en ekki þá færði þessi leit okkur þá niðurstöðu sem við þurftum einmitt á að halda; frelsi, ró, sjálfstraust og gleði. En leitin veitti okkur sjaldan svör við því hvaða nothæfu aðferð við ættum að beita til þess að fá þessa niðurstöðu – hvernig við ættum að komast úr þeirri stöðnuðu örvæntingu, sem við vorum í, og i það ástand sem við leituðum að.

Trúi ég því í einlægni að Sporin Tólf geti hjálpað mér að finna það sem ég í þarfnast og vil í raun?

Bæn dagsins
Megi ég vita að þegar ég er búinn að vinna Sporin Tólf, þá er ég ekki kominn á lygnan sjó. Lífið er ekki eins og slétta heldur er það aflíðandi brekka upp á við. Og við verðum að vinna sporin aftur og aftur muna þau. Megi ég vera þess fullviss að um leið og þau eru orðin hluti af lífi mínu, þá munu þau bara mig hvert sem ég vil fara.

Minnispunktur dagsins
Sporin er vegferð, ekki áfangastaður.

9.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Samuel Johnson (enskt skáld) ritaði: “…..sá sem hefur svo littla þekkingu á mannlegu eðli að telja að leiðin til þess að verða hamingjusamur sé að breyta öllu öðru en eigin lunderni, mun sólunda lífi sínu í árangurslaust erfiði og margfalda þann harm sem hann áformar að fjarlægja.” Ég geri mér grein fyrir því í dag að ég er ekki sú slæma maneskja sem ég taldi mig vera, mér urðu á mistök á ævinni sem ullu mér og þeim sem ég elska miklum harmi og sársauka. Með því að breyta mér í dag, þá get ég horfst í augu við óuppgerða fortíð mína og litið á hana sem lærdóm. Ég vona að þau sem standa mér nærri læri að virða heilbrigt val mitt í dag, í stað þess að einblína á óheilbrigt val mtt í fortíðinni.

Hefur Æðruleysis bænin kennt mér að eyða kröftum mínum einvörðungu í það sem ég get breytt – mér sjálfum?

Bæn dagsins
Veit mér hjálp við að skilja að ég verð að leita svara við breytingum innra með sjálfum mér. M egi ég velja það sem færir mér hamingju og æðruleysi og forðast það sem veldur mér uppnámi og
hryggð. Ef ég leyfi mínum Æðri mætti að leiðbeina mér þá hef ég öðlast það eina sem ég þarf til þess að velja rétt í dag.

Minnispunktur dagsins
Ég vel að breyta sjálfum mér, með Guðs hjálp.

8.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Þegar við tölum við vin í GA samtökunum, þá ættum við ekki að hika við að minna viðkomandi á þörf okkar fyrir friðhelgi einkalífsins. Náin og persónuleg samskipti eru svo sjálfsögð og auðveld innan GA samtakanna að jafnvel vinur eða trúnaðarmaður gleymir þegar við búumst við að viðkomandi sýni þagmælsku. Slík “samskipti með réttindum” fela í sér mikilvæga kosti. Einn helsti kosturinn er sá að þau veita okkur færi á að vera eins heiðarleg og okkur er frekast unnt. Annar kostur er að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að særa aðra, né heldur þurfum við að óttast að verða að athlægi eða vera dæmd. Og um leið veitir það okkur bestu hugsanlega möguleikann á því að koma auga á sjálfsblekkingu.

Er ég traustsins verður?

Bæn dagsins
Ég bið um leiðsögn Guðs svo ég megi verða traustur trúnaðarmaður. Ég þarf að vera sá sem aðrir eru viljugir til þess að deila reynslu sinni með. Ég þarf að vera góður í að hlusta, ekki bara sá sem tjáir sig. Ég bið þess að verða tryggur og trúr, svo ég geti orðið móttækilegri vinur þeirra sem kjósa að gera mig að trúnaðarmanni.

Minnispunktur dagsins
Vera móttækilegur.

7.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Ef ég gæti losnað við þá áráttu mína að réttlæta gjörðir mínar, þá myndi án efa margt gott gerast í mínu lífi. Er heiðarleikinn svo niðurbældur undir mörgum lögum af sektarkennd að ég næ ekki til hans og skil þar af leiðandi ekki hvað hvetur mig áfram? Það að vera heiðarlegur við sjálfan sig er alls ekki auðvelt. Það er erfitt að átta sig á hvaðan hinar ýmsu hvatir komu og það sem skiptir í raun meira máli, af hverju ég lét þær stjórna mér. Það er ekkert sem lætur okkur finnast við eins varnarlaus og berskjölduð og það að hætta að nota afsökunina sem réttlætingin er, en það er einmitt þetta varnaleysi sem mun hjálpa mér að vaxa með hjálp GA prógramsins.

Er ég farinn að átta mig betur á því að sjálfsblekking mun einungis gera vandamálin verri?

Bæn dagsins
Megi Guð fjarlægja þá þörf mína að vera sífellt að koma með afsakanir. Hjálpaðu mér að horfast í augu við þann veruleika sem kemur í ljós þegar ég er heiðarlegur gagnvart sjálfum mér. Hjálpaðu mér að sjá, eins berlega og dagur kemur efit nótt, að erfiðleikar mínir munu minnka ef ég bara treysti Guðs vilja.

Minnispunktur dagsins
Ég vil vera viljugur að fara eftir vilja Guðs.

6.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Sumum okkar í GA samtökunum finnst þau ekki geta gert það sem þau langar til.
Þau efast um eigin getu og hæfni. En í raun hefur hvert og eitt okkar ónýtta hæfileika. Við erum Guðs börn og það ætti að gefa okkur sterka vísbendingu um eðli þeirra ótakmörkuðu hæfileika sem við höfum. Þar sem við erum andlegar verur þá erum við ótakmörkuð. Okkur kann að finnast auðvelt að samþykkja þetta um einhvern sem skarar fram úr á á ákveðnu sviði. Ég ber hugsanlega saman minn eigin árangur saman við árangur einhers annars og fyllst vonleysi. En í raun er eini samanburðurinn sem ég á að gera er sá sem snýr að mér sjálfum.

Er ég betri manneskja í dag, sem kemur meiru í verk?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér ljóst að ég er Guðsbarn. Og ástríkt loforð hans um að ég muni öðlast það sem ég þurfi, ekki það sem mig langi í, er hans aðferð við að kenna mér að vera sá sem ég er – ekki sá sem mig dreymdi um að vera. Ég get, sem andleg vera, sannarlega orðið afkastamikil og framtakssöm manneskja, jafnvel komið einhverju af því í verk sem mér fannst ómögulegt á meðan ég var í viðjum spilafíknarinnar.

Minnispunktur dagsins
Að bera mig saman við gamla mig.

5.júlí

Comments off

Hugleiðing dagsins
Ég er frjáls – frjáls til þess að vera, til þess að gera, til þess að samþykkja, til þess að hafna. Ég er frjáls til þess að vera vitur, ástríkur, blíður og þolinmóður – alveg eins og mig hefur alltaf langað til þess að vera. Ég er frjáls til þess að gera það sem ég álít vera skynsamlegt – það sem á engan hátt veldur öðrum skaða eða miska. Ég er frjáls til þess að gera það sem leiðir mig í átt að friði og sátt. Ég er frjáls til þess að taka ákvörðun með eða á móti, til þess að segja nei og til þess að segja já. Ég er frjáls til þess að lifa gjöfulu lífi og til þess að leggja eitthvað af mörkum.

Er ég farinn að trúa því að ég hafi frelsi til þess að vera besta útgáfan af sjálfum mér?

Bæn dagsins
Lát það frelsi sem ég er nú að upplifa, halda áfram flæða í gegnum líf mitt svo það verði frjósamt, sannfærður um hið góða í lífinu. Megi ég þiggja þetta frelsi með blessun Guðs – og nota það viturlega.

Minnispunktur dagsins
Látum frelsisbjöllurnar kilngja.

4.júlí

No comments

Hugleiðing dagsins
Það er kominn tími fyrir mig að verða viljugur til þess að gera hvað sem er svo ég megi aftur verða ábyrgur einstaklingur, jafnvel þó það feli í sér að ég feli annarri manneskju stjórn á fjármálum mínum. Á sama hátt og það eru þversagnir í 12 sporunum – að viðurkenna að ég hafi ekki stjórn á eigin lífi svo það megi aftur verða stjórnanlegt, að gefast upp gagnvart æðri mætti til þess að öðlast frelsi – þá mun ég upplifa aðrar þversagnir í batanum. Að fá fjölskyldumeðlim eða annan sérfræðing til þess að sjá um fjármálin svo ég geti aftur orðið fjárhagslega ábyrgur getur verið svona þversögn. Ég hef sýnt það og sannað að ég er vanmáttugur gagnvart fjárhættuspili – og gagnvart þeim tilfinningalegu hæðum og lægðum sem því fylgdi. Nú er kominn tími á að ég láti af mínum vilja og fari að umgangast annað fólk og þiggja um leið hverja þá hjálp sem minn æðri máttur leggur mér til.

Hef ég sætt mig við það að jafnvel þótt batinn sé minn, þá þarf ég stundum að reiða mig á aðra varðandi hjálp og hvatningu?

Bæn dagsins
Megi GA prógramið, með guðs hjálp, veita mér tækifæri til þess að lifa styrku, skapandi og opnu lífi. Megi ég þiggja þann styrk sem mér býðst frá öðrum, á sama hátt og ég er viljugur til þess að gefa af mínum. Megi ég í dag gera mér grein fyrir að ég hef ástæðu til þess að fagna frelsi mínu – frá spilafíkn.

Minnispunktur dagsins
Að fagna persónulegu frelsi.

3.júlí

No comments

Hugleiðing dagsins
Breytingar eru hluti af gangi lífsins. Við verðum stundum örg vegna þess að okkur finnst breytingar ganga hægt. Á öðrum stundum þá streitumst við á móti breytingum sem okkur finnst hafa verið þröngvað upp á okkur. Við verðum að muna að breytingin sjálf hvorki bindur okkur né veitir hún okkur frelsi. Það er einungis afstaða okkar og viðhorf gagnvart breytingum sem virkar hindrandi eða frelsandi á okkur. Eftir því sem við lærum betur að berast með straumi lífsins, biðjandi um leiðsögn varðandi þær breytingu sem á vegi okkar verða – og einnig um leiðsögn ef við viljum sjálf gera breytingar – þeim mun viljugri verðum við.

Er ég viljugur til þess að lát guð taka við stjórntaumunum og vísa mér veginn í þeim breytingum sem ég á að gera og hvert ég skuli stefna?

Bæn dagsins
Þegar breytingar gerast of hratt – eða ekki nægilega hratt – fyrir mig, þá bið ég þess að geta aðlagast til þess að geta notfært mér það frelsi sem GA prógramið hefur upp á að bjóða. Ég bið um leiðsögn míns æðri máttar þegar breytingar eru í sjónmáli – eða þegar þær eru fjarri og ég óska þess að þær komi. Megi ég hlusta eftir leiðsögn frá mínum æðri mætti.

Minnispunktur dagsins
Guð er hluti af breytingum.

2.júlí

No comments

Hugleiðing dagsins
Á meðan við vorum virkir spilafíklar þá sýndu mörg okkar merki þess að hafa ótrúlega frjótt hugmyndaflug. Á örskots stundu gátum við spunnið upp ótal ástæður þess – eða afsakanir – fyrir því hvers vegna við ættum skilið að eltast við fíkn okkar. Þegar við komum fyrst í GA þá virtist þessi frjói hugur okkar verða sljór og jafnvel dofinn. “Hvað á ég nú að gera?” var spurning sem mörg okkar veltu fyrir sér. En smám saman hvar þessi doði. Við fórum að beita hugmyndaflugi okkar á ný og heilbrigðari viðfangsefni. Lífið fór að öðlast nýja merkingu á þann hátt sem okkar hafði ekki komið til hugar áður.

Er ég farinn að njóta athafna sem ég áður hafði ekki einu sinni leitt hugann að?

Bæn dagsins
Megi guð veita mér nýjan þrótt til þess að takast á við lífið í stað þess að gera eins og svo oft áður þegar ég nýtti kraftana til þess að upphugsa afsaknir. Megi minn æðri máttur leyfa brengluðu ímyndnarafli mínu að verða heilbrigðu á ný – ekki til þess að forðast lífið – heldur til þess að takast á við óendanleg tækifæri lífsins.

Minnispunktur dagsins
Að takst á við lífið.