Hugleiðing dagsins
Nýliðar spyrja stundum “Hvernig virkar GA prógramið?” Algengustu svörin sem ég heyri eru “mjög vel” og “hægt.” Ég met bæði svörin mikils, þó þau hljómi spaugilega í fyrstu, því sjálfsskoðun mín á það til að vera gölluð. Stundum kemur það fyrir að ég hef klikkað á því að deila göllum mínum með öðrum; á öðrum stundum hef ég viðurkennt að vera með galla sem ég hef séð hjá öðrum, frekar en mína egin; og á enn öðrum stundum hef ég frekar verið að kvarta yfir vandamálum heldur en að viðurkenna galla í eigin fari. Staðreyndin er sú að engum líkar að grannskoða sjálfan sig í leit að göllum, það niðurbrot stolts sem því fylgir og þá viðurkenningu á eigin göllum sem tólf sporin krejfast. En á endanum sjáum við að GA prógramið virkar í raun og veru.
Hef ég tileinkað mér þau einföldu andlegu verkfæri sem mér bjóðast ?
Bæn dagsins
Megi guð forða mér frá því að viðra mína eigin galla með því að bera þá saman við galla einhvers annars. Við erum þannig úr garði gerð að við berum saman og metum, hugsum “verri en”, “ekki eins slæmt”, eða “betri en.” Megi ég gera mér grein fyrir að galla mínir eru gallar, hvort sem þeir eru “betri” en “annarra.”
Minnispunktur dagsins
Gallar eru gallar, jafnvel þegar þeir eru “betri en.”