GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in September, 2024

Hugleiðing dagsins
Heimspekingurinn Schopenhauer skrifaði “Þegar einstaklingur er í þeirri stöðu að hann trúir því að eitthvað muni gerast, sem hann í raun vonast eftir að gerist ekki, og það sem hann vonar að gerist getur aldrei orðið – þetta ástand kallast örvænting.” Það er erfitt að takast á við hinn raunverulega sársauka sem tilfinningalegir erfiðleikar geta valdið okkur, þegar við erum að halda bindindið frá fjárhættuspilum. En með tímanum lærist okkur að það að takst á við slíka erfiðleika er hin sanna prófraun þegar kemur að því að lifa samkvæmt GA prógraminu.

Trúi ég því að mótlæti gefi mér betri möguleika á því að vaxa og þroskast heldur en stöðugur meðbyr og velgengni?

Bæn dagsins
Megi ég trúa þvi að guð, í visku sinni, er ekki að láta mig takast á við tilfinningalega erfiðleika bara til þess að láta reyna á bindindi mitt, heldur er hann að skora á mig að styrkja sannfæringu mína og sjálfsstjórn. Megi mér lærast að vera óhræddur við tilfinningaleg gil og skorninga, því GA prógramið hefur útbúið mig fyrir allar torfærur.

Minnispunktur dagsins
Mótlæti getur af sér styrk.

Hugleiðing dagsins
Ég er ekki enn kominn á þann stað að það sé “ekkert mál” fyrir mig að takast á við stöku daglegan sársauka og kvíða, með miklu æðruleysi, en mér er smám saman að takast að finna fyrir þakklæti fyrir ákveðið stig sársauka. GA prógramið hjálpar okkur að finna fúsleikann til þess að takast á við sársauka, með því að rifja upp þann lærdóm sem við getum dregið af þjáningum fortíðarinnar – lærdómur sem hefur fært okkur þá gæfu sem við nú njótum. Við munum á hvern hátt angistin, sem við fundum þegar við vorum enn virkir spilafíklar – og sársauki uppreisnar og særðs stolts – leiddi okkur oftar en ekki að guðs náð og frelsi.

Hef ég þakkað mínum æðri mætti fyrir kraftaverkið sem líf mitt er í dag?

Bæn dagsins
Þegar ég var hjálparvana, þá bað ég guð um hjálp. Þegar ég var vonlaus, þá teygði ég mig eftir von guðs. Þegar ég var bjargarlaus gagnvart spilafíkninni, þá bað ég guð um styrk. Í dag get ég í hreinskilni þakkað guði fyrir það að hafa verið hjálparvana, vonlaus og bjargarlaus, því ég varð vitni að kraftaverki

Minnispunktur dagsins
Frá bjargarleysi yfir í æðri mátt.

Hugleiðing dagsins
Í hverri sögu, sem félagar okkar í GA samtökunum segja, er sársaukinn gjaldið sem greiða þarf fyrir nýtt og betra líf. En þetta gjald færði okkur mun meira en það sem við bjuggumst við. Það færði okkur auðmýkt, nokkuð sem við uppgötvuðum að virkaði sem lækning við sársauka. Og með tímanum fór ótti okkar við sársauka minnkandi og við fórum að þrá auðmýkt og hógværð.

Er mér að lærast að slaka á, að gera sem mest úr því sem mér hlotnast og sem minnst úr því sem framhjá mér fer?

Bæn dagsins
Sé það ætlan guðs að við þroskumst andlega, að við komumst í nána snertingu við skilning hans á því hvað sé gott og satt, megi ég þá trúa því að öll mín reynsla hafi gert mig að þeim nýja og betri manni sem ég er í dag. Megi ég ekki hræðast lærdóminn sem draga megi af sársaukanum. Megi ég vita að ég verði að halda áfram að vaxa, jafnt fyrir tilstuðlan sársauka sem og gleði.

Minnispunktur dagsins
Ég finn til, þar af leiðandi er ég til.

Hugleiðing dagsins
Þegar ég sé nýja félaga koma í GA samtökin þá rifjast upp fyrir mér sá sársauki sem ég lifði með og sú óreiða sem líf mitt var í, og síðan sú von sem ég fann loks fyrir þegar ég varð viljugur til þess að stunda GA prógramið. Þegar ég sé og heyri gömlu félagana tala, suma með 10 ár eða meira í GA samtökunum, þá minnir það mig á að ef ég ætla að halda áfram á batavegi þá verði ég að gera GA prógramið að hluta af mínu daglega lífi. Þó svo að ég geti ekki gleymt gærdeginum þá verðu DAGURINN Í DAG að vera í brennidepli hjá mér.

Geri ég mér grein fyrir því að ef ég geri GA prógramið að hluta af lífi mínu í dag þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni né heldur að burðast með harm vegna fortíðarinnar.?

Bæn dagsins
Gjör mig tvíviljugan – til þess að deila reynslu minni með nýliðum og til þess að hlýða á þá sem hafa meiri reynslu en ég. Nýliðinn og sá sem lengra er kominn geta báðir kennt mér mikilvæga lexíu, ef ég er bara tilbúinn til þess að hlusta og læra. Hjálpaðu mér að læra meira svo ég geti boðið meira af mér.

Minnispunktur dagsins
Góður kennari er námsfús.

Hugleiðing dagsins
Við lærum af félögum okkar í GA að besta leiðin til þess að takast á við sársaukafullar aðstæður er að takast á við þær, að vinna úr þeim á heiðarlegan og raunsæjan hátt, og reyna að læra af þeim og nota sem stökkbretti fyrir áframhaldandi vöxt. Við getum, með hjálp GA prógramsins og okkar æðri máttar, fundið hugrekki til þess að nota sársauka til þess að vaxa á sigursælan hátt.

Mun ég trúa því að hver sá sársauki sem ég upplifi sé smávægilegt gjald fyrir þá gleði sem ég mun finna fyrir þegar ég fer að upplifa hinn sanna mig?

Bæn dagsins
Megi minn æðri máttur veita mér það hugrekki sem ég þarf til þess að hætta að forðast sársaukafullar aðstæður. Hafi ég áður fyrr notað fjárhættuspil sem flótta frá sársauka, megi ég þá gera mér grein fyrir að fjárhættuspilin sjálf urðu sársaukinn, sem engin flóttaleið var til frá uns ég fann GA prógramið. Megi ég nú horfast í augu við sársaukann – gamlan og nýjan – og læra af honum.

Minnispunktur dagsins
Fjárhættuspil: til að byrja með eru þau flóttaleið úr gildru sársauka en verða síðan gildran sjálf.

Hugleiðing dagsins
Engin tekur því fagnandi að verða fyrir sársauka, en hann getur komið að gagni. Á sama hátt og líkamlegur sársauki gerir okkur viðvart um líkamlega kvilla, þá getur tilfinningalegur sársauki verið notadrjúgur sem vísbending þess að eitthvað sé að – sem og ábending um það að einhverju þurfi að breyta. Þegar okkur lærist að höndla sársauka án skelfingar og óðagots, þá lærist okkur að takast á við orsök sársaukans, frekar en að leggja á flótta.

Get ég umborið tilfinningaleg óþægindi? Er ég ekki eins brothættur og ég hélt?

Bæn dagsins
Ég bið þess að vera betur í stakk búinn til þess að takast á við særindi og sársauka, nú þegar ég er farinn að bera skyn á hvað sé raunverulegt – bæði gott og slæmt. Ég bið þess í einlægni að tilhneiging mín til þess að vera ofurnæmur hverfi, að fólki hætti að finnast það verða umgangast mig af varkárni og varúð.

Minnispunktur dagsins
Henda merkimiðanum “Brotthættur – Meðhöndlist af Varúð”

Hugleiðing dagsins
Líf okkar, áður en við komum í GA, var markað af flótta frá vandamálum og sársauka. Við sóttumst eftir þeim stundarfrið sem fjárhættuspilamennska okkar veitti okkur. En á ákveðnum tímapunkta kom að þvi að við fórum að stunda fundi. Við horfðum og hlustuðum, oft í forundran. Við sáum allt í kring um okkur mislukkuð og vansæl líf umbreytast, fyrir tilstuðlan auðmýktar, í ómetanlega og eftirsóknarverða eiginleika. Þeir sem hafa náð árangri fyrir tilstuðlan GA prógramsins vita sem er að auðmýkt er einfaldlega skýr viðurkenning á því hver og hvað við séum – sem fylgt er eftir með einlægri tilraun til þess að verða það sem við getum orðið.

Er GA prógramið að sýna mér hvað geti orðið úr mér?

Bæn dagsins
Ég bið um auðmýkt, sem er annað orð yfir yfirsýn, raunsanna sjón á hinn sanna mig og hvar ég standi með tilliti til guðs og annars fólks. Megi ég vera þakklátur fyrir auðmýkt; þessa umbreytingarvél sem breytir sársauka mínum og tálsýnum í nýtt hugrekki og næmni.

Minnispunktur dagsins
Auðmýkt lagfærir “sjón” mína.

Hugleiðing dagsins
Á GA fundum heyrum við oft sagt að sársauki sé hornsteinn fyrir andlegri framför. Á endanum sjáum við, að á sama hátt og til þess að hætta að spila þá urðum við fyrst að verða spilafíkninni að bráð, þá er tilfinningalegt umrótt undanfari þess að öðlast hugarró. Við samhryggjumst ekki lengur með öllum sem þjást, heldur einvörðungu með þeim sem þjást í fáfræði – þeim sem ekki fá skilið tilgang og gagnsemi sársauka. Eða eins og Proust orðai það; “Gagnvart góðsemd og visku setjum við einvörðungu fram loforð; sársauka hlýðum við.”

Trúi ég því að sársauki sé aðferð guðs við að ná athygli minni?

Bæn dagsins
Megi ég skilja gildi sársauka í lífi mínu, sérstaklega ef ég er á hraðferð niður glapstigu sjálfseyðileggingar. Megi ég vita að sársauki er aðferð guðs til þess að stöðva mig áður en ég kem að hyldýpinu og steypist fram af brúninni. Megi ég vera þakklátur því að sársaukinn fékk mig til þess að stöðva þessa för mína.

Minnispunktur dagsins
Sársauki bjargar lífum.

Hugleiðing dagsins
Enskt ljóðskáld, Coleridge, skrifaði; “Stundum veldur smávægilegur harmur því að við upplifum andartök sem draga fram allar leifar af fyrri sársauka og óþægindum, jafnt líkamlegum sem andlegum.” GA prógramið kennir okkur ekki að líta svo á að erfiðleikar og harmur séu merkingarlaus. Sorg og harmur valda vissulega sársauka, alveg eins og önnur mein gera. En þar sem við erum hætt að spila þá höfum við öðlast mun betri stjórn á hugsunum okkar. Og þær hugsanir sem við kjósum að leggja tíma okkar og orku í, þær geta haft sterk áhrif á lundarfar okkar þá stundina.

Er ég að uppgötva öðruvísi og betri leiðir sem ég get beitt huga mínum við?

Bæn dagsins
Megi ég þakka guði fyrir þann sársauka sem gerir mér kleift að taka allan eldri harm og pakka honum í einn vöndlu sem ég get síðan virt fyrir mér og að lokum losað mig við, til þess að búa til rými fyrir verkefnum dagsins í dag. Megi ég þakka guði fyrir að lagfæra skynjun mína á sársauka, eftir skeytingarlausan doða minn á meðan ég var virkur spilafíkill.

Minnispunktur dagsins
Ég get þakkað guði fyrir að koma tilfinningum mínum í samt lag.

Hugleiðing dagsins
Það er eitt, öðru fremur, sem getur létt þessa þunglyndistilfinningu sem ég fæ öðru hverju og það er kærleikur. Ég verð að sjá til þess að kærleikurinn sé viðloðandi líf mitt, í þeim skilningi að ég sé fær um að lát mér þykja vænt um aðra, frekar en að hafa áhyggjur á því hvort einhver elski mig.Á einhvern hátt gerist það, að ef ég legg mig tilfinningalega og andlega fram um að hugsa um aðra, þá finn ég sjálfan mig. Í dag skil ég það sem var sagt við mig, á mínum fyrstu GA fundum, þegar mér var sagt að ég væri mikilvægasta persónan í herberginu.

Segi ég það sama við nýja GA félaga, og meina ég það?

Bæn dagsins
Megi ég gera mér grein fyrir því að ef ég er fær um að elska aðra, án þess að vænta nokkurs í staðinn, þá eru góðar likur á því að mér muni verða endurgoldið með kærleik.
Það eru einvörðungu væntingar mínar um velþóknun sem eyða áhrifum væntumýkju minnar.

Minnispunktur dagsins
Ást er ekki fjárfesting heldur umburðarlynt framlag.