Hugleiðing dagsins
Þeim mun lengur sem ég er í GA prógraminu og reyni að fylgja grundvallaratriðum þess í daglegu lífi, þeim mun sjaldnar finn ég fyrir önuglyndi og þunglyndi. Kannski er eitthvað til í þessu; “Blessaður er sá sem væntir einskis, því hann verður ekki fyrir vonbrigðum, heldur gleðst á hverjum degi vegna daglegrar sönnunar á kærleika guðs og vináttu manna.”
Er einhver, einhversstaðar, sem þarfnast mín í dag? Ætla ég að leita þeirrar manneskju og reyna að deila því sem mér hefur verið gefið í GA prógraminu?
Bæn dagsins
Megi ég vera fullkomlega þakklátur guði fyrir að létta af mér þunglyndinu. Megi ég gera mér grein fyrir að þunglyndi mitt mun ætíð hverfa, svo fremi að ég vænti ekki of mikils. Megi ég vita að ylur vináttu getur fyllt hið kalda djúp örvæntingar. Megi ég gefa öðrum slíkan yl.
Minnispunktur dagsins
Að leita einhvers til þess að deila hlutskipti með.