Hugleiðing dagsins
Enskt ljóðskáld, Coleridge, skrifaði; “Stundum veldur smávægilegur harmur því að við upplifum andartök sem draga fram allar leifar af fyrri sársauka og óþægindum, jafnt líkamlegum sem andlegum.” GA prógramið kennir okkur ekki að líta svo á að erfiðleikar og harmur séu merkingarlaus. Sorg og harmur valda vissulega sársauka, alveg eins og önnur mein gera. En þar sem við erum hætt að spila þá höfum við öðlast mun betri stjórn á hugsunum okkar. Og þær hugsanir sem við kjósum að leggja tíma okkar og orku í, þær geta haft sterk áhrif á lundarfar okkar þá stundina.
Er ég að uppgötva öðruvísi og betri leiðir sem ég get beitt huga mínum við?
Bæn dagsins
Megi ég þakka guði fyrir þann sársauka sem gerir mér kleift að taka allan eldri harm og pakka honum í einn vöndlu sem ég get síðan virt fyrir mér og að lokum losað mig við, til þess að búa til rými fyrir verkefnum dagsins í dag. Megi ég þakka guði fyrir að lagfæra skynjun mína á sársauka, eftir skeytingarlausan doða minn á meðan ég var virkur spilafíkill.
Minnispunktur dagsins
Ég get þakkað guði fyrir að koma tilfinningum mínum í samt lag.