Hugleiðing dagsins
Við getum verið umvafin fólki en samt verið einmanna. Við getum verið ein og út af fyrir okkur en samt verið glöð og ánægð. Í hverju liggur munurinn? Við finnum til einsemdar ef við búumst við einhverju af öðru fólki, sem það getur ekki veitt okkur. Enginn annar getur veitt okkur hugarró, viðurkenningu og friðsæld. Og þegar við upplifum það að vera einsömul , þá þurfum við ekki að finna til einsemdar. Guð er með okkur; nærvera hans er eins og hlýtt teppi sem umlykur okkur. Því meira sem við skynjum okkur sem elskuð af guði, þeim mun sáttari og öruggari erum við – hvort sem við erum ein eða innan um annað fólk.
Skynja ég guð á öllum stundum og á öllum stöðum?
Bæn dagsins
Megi mér skiljast að við eigum hvert og eitt okkar eigin tegund einmannaleika – hvort sem við erum ung og vinalaus, gömul í biðsal dauðans, svipt, skilin eftir, á flótta eða bara einfaldlega undanskilin í hóp. Megi einmannaleiki minn hverfa smátt og smátt í ljósi þeirrar staðreyndar að einmannaleiki er algeng tilfinning, sem allir finna fyrir og þekkja af eigin raun – þó svo að líf sumra virðist eyðilegra en annarra. Megi ég – og allir sem finna til einmannaleika – finna fyrir huggun í félagsskap guðs.
Minnispunktur dagsins
Einmannaleiki deildur er einmannaleiki minnkaður.