Hugleiðing dagsins
GA hefur kennt mér að ég er algjörlega vanmáttugur gagnvart spilafíkn. Loksins hef ég viðurkennt vanmátt minn; útkoman er að líf mitt hefur tekið algjörum stakkaskiptum, til hins betra. Ég hef samt sem áður ákveðinn mátt, fenginn frá guði, til þess að breyta minu lífi. Mér hefur lærst að sátt þýðir ekki undirgefni gagnvart ónotalegri eða niðurlægjandi aðstöðu. Sáttin felst í því að viðurkenna þann raunveruleika sem ástandið felur í sér og ákveða síðan hvað, ef eitthvað, ég geti og vilji gera varðandi þetta tiltekna ástand.
Hef ég hætt að reyna að stjórna því sem er óstýranlegt? Er ég að öðlast hugrekki til þess að breyta því sem ég get breytt?
Bæn dagsins
Ég bið minn æðri mátt um leiðbeiningar nú þegar ég er að læra að greina á milli þess sem ég get breytt og þess sem ég hef engin áhrif yfir, því þessi aðgreining krefst vissulega giðdómlegrar visku. Megi “sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt” ekki verða til þess að gefa mér afsökun til þess að gera ekki neitt. Megi “breyta því sem ég get breytt” ekki verða til þess að ég fari að reyna að stjórna lífi annarra. Megi ég byrja að skilja minn eigin raunveruleika.
Minnispunktur dagsins
Sátt er ekki sama og aðgerðarleysi. Breyting er ekki sama og stjórnsemi.