Hugleiðing dagsins
Þegar ég las Æðruleysisbænina í fyrsta skipti þá fannst mér orðið “æðruleysi” hljóma ómögulega. Á þeim tíma kallaði það orð fram í huga mér mynd af sinnuleysi, sleni, uppgjöf eða þvingaðri þrautsegju; ekkert sem væri eftirsóknarverð markmið. En síðan þá hef ég fengið að uppgötva að æðruleysi merkir allt annað en það sem ég hélt. Í dag merkir æðruleysi fyrir mig einfaldlega það að sjá heiminn með skýrum augum og á raunsannan hátt, með innri frið og styrk í farteskinu. Uppáhaldsskilgreiningin mín á æðruleysi er, “Æðruleysi er eins og snúðvísir (e.gyroscope) sem hjálpar okkur að halda jafnvægi sama hvaða umrót er í lífi okkar.”
Er það hugarástand sem er eftirsóknarvert?
Bæn dagsins
Megi ég taka eftir því að “æðruleysi” er á undan “kjarki” og “viti” í Æðruleysisbæninni. Megi ég trúa því að það sama eigi við um mitt líf, “æðruleysi” verður að vera í fyrsta sæti. Ég verð að hafa jafnvægið, raunsönnu sýnina og sáttina, sem eru hluti hluti af þeirri blessun sem fylgir æðruleysi, áður en ég get hafist handa við að taka þær ákvarðanir sem koma skikkan á líf mitt.
Minnispunktur dagsins
Æðruleysið kemur fyrst.