Hugleiðing dagsins
Alfred North Whitehead, enskur stærðfræðingur og heimspekingur, skrifaði; “Undirstaða framþróunar tengist enduskilgreiningu á grundvallar hugmyndum.” Þegar við förum yfir og endurskoðum það sem miður fer og það sem vel tekst til með í bataferli okkar í GA, þá sjáum við hversu mikill sannleikur felst í þessum orðum. Okkur fer fram í hvert skipti sem við losum okkur við gamla hugmynd, í hvert sinn sem við afhjúpum persónuleikagalla, í hvert sinn sem við erum fús til þess að losa okkur við þann galla. Okkur miðar áfram, einn dag í einu, þegar við forðumst fyrsta veðmálið, þessa fyrstu fíknitengdu hegðun sem gæti svo auðveldlega sveigt okkur af slóð bata og vaxtar yfir á slóð örvæntingar.
Hugleiði ég framfarirnar sem hafa orðið hjá mér síðan ég kom í GA?
Bæn dagsins
Megi ég muna að það eru fáar nýjar hugmyndir til, bara gamlar hugmyndir sem eru endurtúlkaðar og endursagðar. Megi ég ætíð vera meðvitaður um það að stóru hlutirnir í lífinu – eins og ást, bræðralag, guð, bindindi frá ávanabindandi hegðun – verða skarpari með tímanum. Megi Tólf Sporin að sama skapi verða endurskilgreind í lífi hvers og eins, og megum við muna að það hefur verið margreynt að þau virka sem grundvallarlífsreglur.
Minnispunktur dagsins
Tólf Sporin virka.