Hugleiðing dagsins
Mér hættir til, án þess að vera þess meðvitaður, að setja viðmið/markmið fyrir aðra félaga í GA prógraminu. Og það sem verra er, ég vænti þess að þessum markmiðum sé náð. Ég geng jafnvel svo langt á stundum að ákveða hvaða framförum aðrir eigi að ná í þeirra bata, og hvernig þeirra viðhorf og hegðun eigi að breytast. Það er því ekki að undra að þegar hlutirnir ganga ekki eins fyrir sig og ég ætlaði, að ég verð argur og jafnvel reiður. Ég verð að læra að láta guð sjá um annað fólk. Ég verð að læra að gera hvorki kröfur til né gera væntingar um breytingar hjá öðrum og einbeita mér einvörðungu að mínum eigin göllum. Því þegar allt kemur til alls, þá get ég ekki vænst fullkomnunar hjá öðrum – frekar en ég get vænst hennar hjá sjálfum mér.
Get ég nokkurn tíma orðið fullkominn?
Bæn dagsins
Megi guð biðja mig um að stíga samstundis niður ef ég tek upp á því að klífa einhvern af eftirfarandi stöðum; í ræðupúltið sem alvitur fræðimaður, upp á kassan sem leiðtoginn sem ætlar að breyta heiminum, í predikunarstól sem alheilagur sendiboði frá guði, í dómarasætið sem sjálfskipaður dómari. Megi guð halda mér frá öllu framangreindu og hjálpa mér að viðhalda auðmýktinni.
Minnispunktur dagsins
Þung hönd er ekki hjálparhönd.