Hugleiðing dagsins
Ég hef leitað alla mína æfi að því sem myndi færa mér hamingju, á mörgum stöðum og í rólegheitum og í asa. Oftast nær valdi ég auðveldu leiðina en niðurstaðan olli ætíð vonbrigðum. Ég hóf ætíð leitina á ný – með því að velja einhverja aðra auðvelda leið. Ég hélt að ég væri að stytta mér leið en í stað þess þá bar mig langt af leið. Þegar ég svo loks kom til GA samtakanna, þá var það í raun eini færi vegurinn fyrir mig.
Er ég viss um að ég sé á réttri leið, þrátt fyrir einstaka hraðahindranir og holur sem verða á vegi mínum? Fer ég GA leiðina af fúsum vilja?
Bæn dagsins
Í dag vakna ég og á val. Munu gjörðir mínar og hugsanir leiða mig á braut falls eða mun ég velja btaleiðina, með framkvæmd? Megi ég biðja minn Æðri mátt um um leiðsögn, því ég er ekki lengur áttavitinn í minu lífi. Megi vegvísar mínir verða einstaka bros, sem kemur frá hjartanu og skýr hugur sem getur loks skynjað lífi eins og það er í raunveruleikanum. Megi mín eigin gleði verða svarið við “hef ég valið réttu leiðina?”
Minnispunktur dagsins
Kraftaverk varða framfarir okkar. Hver getur beðið um meira?