Hugleiðing dagsins
Það er hægt að mæla þær framfarir og vöxt, sem ég hef öðlast fyrir tilstuðlan GA prógramsins, á ótal vegu. Og einn mikilvægasti mælikvarðinn er sá að ég er orðinn meðvitaður um að ég er ekki lengur knúinn áfram, nánast eins og af þráhyggju, til þess að dæma allt og alla í kringum mig. Það eina sem ég þarf að skipta mér af í dag er að halda áfram að vinna í sjálfum mér, að breyta sjálfum mér en ekki öðru fólki, stöðum eða hlutum. Á sinn hátt var þráhyggjan sem fylgdi því að vera stöðugt að dæma aðra, jafn mikil byrði og þráhyggjan sem fylgdi spilamennskunni. Ég er þakklátur fyrir það að báðum þessum byrðum hefur verið létt af öxlum mínum.
Þegar ég gerist dómharður, megi ég þá minna mig á að ég sé kominn inn á verksvið guðs?
Bæn dagsins
Fyrirgef mér misgjörðir mínar, þegar ég hef gerst sjálfskipaður dómari og kviðdómur í málum annarra. Þegar ég er dómharður þá er ég að troða á rétti annarra til þess að dæma sig sjálfa – og um leið rétti guðs. Megi ég kasta frá mér öllum verkfærum dómhörkunnar – eigin mælistikum og málböndum, eigin viðmiðunum, eigin óraunhæfu siðareglum – og taka hverri manneskju sem einstaklingi hafinn yfir samanburð.
Minnispunktur dagsins
Henda gömlu böndunum – sérstaklega málböndunum.