Hugleiðing dagsins
Ég sé það nú að sjálfsálit mitt var í algjöru lágmarki, þegar ég loks viðurkenndi vanmátt minn fyrir spilafíkn. Þegar ég kom í GA þá fannst mér ég vera einskis virði en mig langaði svo til þess að breyta því. Þegar ég lít til baka þá sé ég hve sjálfsvirðing mín var tætt, að því er virtist óbætanleg. Prógramið hefur hjálpað mér að bæta smám saman sjálfsmynd mína. Ég er farinn að sætta mig við sjálfan mig, gerandi mér grein fyrir að ég sé nú ekki eins slæmur og mér fannst ég vera.
Er mér að lærast að sjálfsmat mitt byggir ekki á áliti eða viðurkenningu annarra heldur á heiðarlegri vinnu í sjálfum mér?
Bæn dagsins
Þegar ég er langt niðri og finnst ég vera einskis virði, megi minn Æðri Máttur og vinir mínir í GA hjálpa mér að sjá að þó svo að ég sé “fallinn” þá er ég ekki “vonlaus”. Megi ég vita að sama hversu sjúkur ég var á meðan ég var virkur spilafíkill og með sjálfsálit á við ánamaðk, þá hafði ég þó alltaf val. Og ég valdi að gera eitthvað í mínum málum. megi það góða val verða grunnurinn að endurnýjuðu sjálfsmati.
Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki sparka í sjálfan mig, þegar ég er langt niðri.