Hugleiðing dagsins
Stundum, þegar orðin “Ef ekki væri fyrir náð guðs þá væri ég á sama stað” koma upp í hugann, þá rifjast upp fyrir mér þegar ég hugsaði svona þegar ég sá aðra spilafíkla, á þeim stað í lífinu sem mér fannst vera “vonlaus og bjargarlaus.” Lengi vel notaði ég þennan hugsunarhátt sem flóttaleið og sjáfsafneitun á eigin spilafíkn, með því að benda á aðra sem væru verr staddir en ég. “Ef ég skyldi nokkurn tíma verða svona, þá hætti ég að spila,” var setning sem ég notaði oft. Í dag hafa þessi orð allt aðra merkingu, þar sem þau merkja þakklætið sem ég finn fyrir þegar ég þakka mínum Æðri Mætti fyrir bata minn og það líf sem ég hef öðlast með hjálp GA prógramsins.
Var nokkurn tíma einhver sem var “vonlausari og bjargarlausari” en ég?
Bæn dagsins
Megi ég vita að ef ekki væri fyrir náð guðs, þá gæti ég verið dáinn eða hafa misst vitið, því margir þeirra sem voru samferða mér í fíkninni eru ekki lengur á meðal okkar. Megi þessi sama náð guðs hjálpa þeim sem eru enn föst í hnignuninni, sem eru hægt en örugglega á leið í hörmungar.
Minnispunktur dagsins
Ég hef séð storbrotna náð guðs.