Hugleiðing dagsins
Við höfum nánast öll fundið fyrir særðu stolti, þegar við leituðum okkur hjálpar í GA prógraminu, Sporunum Tólf og í félagsskap GA. Við uppgötvuðum galla okkar – og þá sérstaklega þann sem tengist stoltinu – og byrjuðum að skipta út sjálfsánægju fyrir þakklæti. Þakklæti fyrir það kraftaverk sem bati okkar er, þakklæti fyrir þau forréttindi að fá að vinna með öðrum, og þakklæti fyrir guðs gjöf, sem gerir okkur kleift að umbreyta hörmungum í vöxt og gæfu.
Er ég farinn að gera mér grein fyrir því að “stolt er fyrir persónuleika eins og háaloft er fyrir byggingu – sá hluti sem er efst uppi og yfirleitt galtómur”?
Bæn dagsins
Guð, viltu vinsamlegast láta mig vita ef ég byrja að hrasa um eigin stolt. Sem betur fer fyrir mig þá er GA prógramið með verkfæri til þess að koma auga á svona vankanta – skýr augu fundargesta, sem sjá stundum það sem hulið fyrir mér. Megi ég vita að öll velgengni hefur ætíð stigið mér til höfuðs. Megi ég vera á varðbergi gagnvart slíku, nú þegar ég er byrjaður að byggja upp heilbrigt sjálfsöryggi.
Minnispunktur dagsins
Velgengni sem er sjálfumglöð getur valdið bakslagi.