Hugleiðing dagsins
Ég fór ekki að huga að Ellefta Sporinu, bæn og hugleiðslu, fyrr en mörgum mánuðum eftir að ég kom í GA. Ég hafði á tilfinningunni að Ellefta Sporið gæti komið sér vel í neyð – til dæmis þegar ég fengi skyndilega spilalöngun – en að öðru leyti þá var það neðarlega á forgangslistanum hjá mér. Á þessum fyrstu dögum mínum í GA þá tengdi ég bæn og hugleiðslu við eitthvað í líkingu við dulspeki og jafnvel hræsni. En ég hef síðar komist að því að bæn og hugleiðsla er áhrifaríkara en mig óraði fyrir. Áhrifin ef bæn og hugleiðslu eru fyrir mig hugarró og styrkur langt umfram það sem ég er fær um á eigin spýtur.
Er ég farinn að finna fyrir friðsæld í stað þjáningar?
Bæn dagsins
Megi ég finna þá leið til guðs sem hentar mér best, þá aðferð við hugleiðslu sem mér finnst best – hvort sem það er með austrænni möntru eða með því að nafn Jesú, eða bara með því að leyfa anda guðs, eins og ég skil hann, að flæða um mig og færa mér frið. Megi ég læra að bera kennsl á minn Æðri Mátt og nærveru hans – ekki bara á kyrrðartímum heldur á öllum stundum lífs míns.
Minnispunktur dagsins
Hugleiðsla er að verða móttækilegur fyrir anda guðs.