Hugleiðing dagsins
Ansi margir félagar í GA halda enn fast í gamlar hugmyndir og afstöðu, einfaldlega af ótta við varnarleysi ef þeir viðurkenni að hafa haft rangt fyrir sér. Sú hugsun að “gefa eftir” virðist enn vera ógeðfelld í hugum sumra okkar. En okkur lærist á endanum að sjálfsvirðingin og sjálfsálitið rýkur upp þegar okkur auðnast að halda aftur af eigin stolti og horfast í augu við sannleikann.
Allar líkur eru á þvi að þeir sem búa yfir sannri auðmýkt hafi sterkara og raunverulegra sjálfsálit heldur en þau okkar sem látum stoltið hlaupa með okkur i gönur.
Hindrar stoltið mig, annaðhvort lævíslega eða opinskátt, í því að veita tíunda sporinu ítarlega og viðvarandi athygli?
Bæn dagsins
Megi stoltið halda sig í skefjum, nú þegar ég hef fundið leið til þess að fylgja. Megi ég forðast hina kunnuglegu og eyðileggjandi hringrás stoltisins – eigingirnina – sem á það til að blása út úr öllu samhengi og fjara síðan út. Megi ég læra gildi þess að “gefa eftir.”
Minnispunktur dagsins
Stoltið er erkióvinur sjálfsvirðingar.