Hugleiðing dagsins
de Tocqueville (franskur heimspekingur) skrifaði; “Okkur gengur vel í hverju því sem dregur fram það jákvæða í okkur,” “en við erum framúrskarandi á þeim sviðum sem nýta líka galla okkar.” Í GA lærum við að gallar okkar eru mikilvægir – að svo miklu leyti sem við notum þá sem upphafspunkt breytinga og þar með farveg til betri hluta. Sem dæmi þá er hægt að nefna að ótti getur leitt til gætni sem og til þess að fara að bera virðingu fyrir öðrum. Að takast á við ótta getur líka hjálpað okkur að takast á við reiði og breyta henni í skilning. Á sama hátt getur stolt verið leið að auðmýkt.
Er ég meðvitaður um það í hvaða átt ég stefni? Er mér umhugað um stefnuna?
Bæn dagsins
Ég bið þess að minn Æðri Máttur muni sýna mér hvernig ég geti notað galla mína á jákvæðan hátt, vegna þess að ekkert – ekki einu sinni ótti eða sjálfselska eða græðgi – er með öllu illt. Megi ég treysta því að allir eiginleikar mínir, sem koma mér í vandræði, eiga sér gagnstæða hlið, sem getur komið mér úr þeim sömu vandræðum. Stoltið. svo dæmi sé tekið, getur ekki bólgnað óhóflega út án þess að bresta, og sýna þar með fram á að það var í raun ekkert á bakvið það. Megi ég læra af eigin veikleikum.
Minnispunktur dagsins
Góðar fréttir á grundvelli slæmra.