Hugleiðing dagsins
Trú okkar á mátt guðs – sem við upplifum að verki í okkur og lífi okkar – losar okkur ekki undan ábyrgð. Þvert á móti. Trú okkar styrkir okkur og eykur sjálfsöryggi okkar og vissu og gerir okkur kleift að vera einbeitt og skynsöm. Við erum ekki lengur hrædd við að taka ákvarðanir; við erum ekki hrædd við að stíga þau skref sem til þarf til þess að takast á við aðstæður.
Trúi ég því að guð sé að verki og að trú mín og traust á honum muni leiða til niðrstöðu sem fer langt fram úr mínum væntingum?
Bæn dagsins
Megi traust mitt á mínum Æðri Mætti aldrei bresta. Megi trú mín á þann mátt halda áfram að auka mér bjartsýni, sjálfsöryggi mitt og trú mína á eigin ákvarðanir. Megi ég aldrei loka augum mínum fyrir það undur sem felst í guðs verkum né efast um visku hans.
Minnispunktur dagsins
Von okkar á fyrri tímum, stoð okkar á komandi tímum.