Hugleiðing dagsins
Ef þú ert neikvæður og ert ekki tilbúinn til þess að breytast þá eru hér nokkrar leiðbeiningar, sem geta haldið þér vesælum eins lengi og þig lystir. Í fyrsta lagi, ekki mæta á GA fundi. Og ef þú skyldir óvart mæta, þá skaltu passa vel upp á að segja ekki neitt og alls ekki vera með opinn huga. Ekki reyna að leysa vandamál þin, aldrei hlægja að sjálfum þér, og ekki treysta öðrum GA félögum. Og umfram allt og undir engum kringumstæðum skaltu reyna að lifa í núinu – haltu frekar áfram að fóðra óraunhæfa draumóra um framtíðina.
Geri ég mér grein fyrir því að neikvæð hugsun þýðir að ég tek sjálfan mig hátíðlega á öllum stundum og hef engan tíma fyrir gleði né heldur til þess að lifa lífinu?
Bæn dagsins
Ef ég finn að ég er neikvæður, megi ég þá spegla mig í þeim spegli sem GA er og athuga hvort ég sjái ummerki um lokaðan hug; samanherptan munn, þvingað bros, strekkta kjálka, starandi augnarráð – og ekki vott af skopskyni. Guð, veit mér getuna til þess að hlægja að sjálfum mér – oft – því ég þarfnast hláturs til þess að takast á við gauragang daglegs lífs.
Minnispunktur dagsins
Að hlægja að sjálfum mér.