GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in December, 2024

Hugleiðing dagsins
Í rauninni getur ekkert okkar sagst geta skilið sinn Æðri Mátt til fullnustu. En þetta veit ég þó; það er til máttur sem er fremri mínum eigin vilja, sem getur gert yndislega, kærleiksríka hluti fyrir mig. Hluti sem ég get ekki sjálfur. Ég sé þennan dásamlega mátt að verki í sjálfum mér og ég sé þennan sama kraft að verki, á þann hátt að það er kraftaverki líkast, í lífi vina minna, sem eru í bata fyrir tilstuðlan GA prógramsins.

Þarfnast ég nokkuð síður náðar guðs og kærleiksríks skilnings hans nú heldur en þegar ég var nýliði?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma þvi að andlega þörf mín er jafn mikil nú og þegar ég var nýliði í GA. Það er svo auðvelt að falla í þá gryfju að sjá nýliðana sem þá GA félaga sem séu þurfandi. Megi ég aldrei horfa fram hjá því, eftir því sem ég sé sjálfstæði mitt aukast, að það verður alltaf þörf fyrir Æðri Mátt í mínu lifi.

Minnispunktur dagsins
Ég mun aldrei vaxa upp úr þörf minni fyrir guð.

Hugleiðing dagsins
Dagurinn í dag er merkilegur á marga vegu. Þetta er dagur sem guð skóp, og ég er á lífi í veröld guðs. Ég geri mér grein fyrir því að allt sem ég upplifi í dag er merki um kærleika guðs – sú staðreynd að ég sé á lifi, að ég sé í bata og að ég sé fær um að upplifa þessa stund á þann hátt sem ég geri. Fyrir mig verður dagurinn í dag dagur þakklætis.

Er ég hjartanlega þakklátur fyrir þessa sérstöku dagsbyrjun og fyrir alla mína hamingju?

Bæn dagsins
Á þessum degi minningar um gjafir guðs, megi mér skiljast að það að gefa og það að þiggja er einn og sami hluturinn. Annað getur ekki verið án hins. Ef ég gef þá fæ ég sæluna af því að gefa. Ef ég þigg þá gef ég einhverjum öðrum þá sömu sælu af því að gefa. Ég bið að ég geti gefið af sjálfum mér – kærleika minn og styrk – af gjafmildi. Ég bið þess einnig að ég geti náðarsamlegast þegið kærleika og styrk annarra. Megi guð vera okkur fyrirmynd.

Minnispunktur dagsins
Að gefa og að þiggja er jafngild hamingja.

Hugleiðing dagsins
Við vorum eins og ráðþrota beiningamenn þegar við komum í GA. Þegar við fórum svo að iðka Tólf Spor GA þá uppgötvuðum við dýrmætan hlut innra með okkur. Við fundum æðruleysi, sem gerir okkur fær um að vera afslöppuð og líða vel í öllum aðstæðum. Við öðlumst styrk og vöxum – með hjálp guðs eins og við skiljum hann, með hjálp félaganna í GA prógraminu og með því að beita Tóf Bata Sporum á líf okkar.

Getur nokkur tekið hið nýja líf af mér?

Bæn dagsins
Megi bænir hins örvæntingafulla beiningamanns, sem ég kom með sem nýliði í GA, umbreytast í friðsæla uppgjöf. Nú, þegar ég hef séð hvað hægt er að gera með hjálp GA prógramsins og óendanlegum styrk Æðri Máttar, megi þá gjöf mín til annarra endurspegla þá sannfæringu. Ég bið þess að ástvinir mínir hafi þá trú sem til þarf til þess að finna sína eigin andlegu vakningu og þá friðsæld sem því fylgir.

Minnispunktur dagsins
Friður – innri sem ytri – er mesta blessunin.

Hugleiðing dagsins
Hvernig fer ég að því að átta mig á hvort ég verði fyrir andlegri vakningu? Stundum birtist andleg vakning okkur í tiltölulega einföldum þáttum, eins og; tilfinningalegum þroska, hættum að finna fyrir stöðugri og sálar kveljandi andúð og gremju, verðum fær um að elska og vera elskuð, förum að trúa því að máttur okkur æðri sé við stjórn og að hann færi okkur líf og kærleika.

Nú, þegar ég hef tamið mér að reyna að fylgja GA prógraminu, geri ég mér þá grein fyrir því að ég er orðinn víðsýnni, að sýn mín á mannkynið er blíðari en þegar ég var þjáður af sjálfmiðaðri spilafíkn?

Bæn dagsins
Megi andlegt sjálfsöryggi mitt einnig ná til viðhorfs míns gagnvart öðrum, sérstaklega yfir hátíðar, þegar eftirvænting og kvíði eru áberandi. Sem virkur spilafíkil þá höndlaði ég ekki vel þær tilfinningar sem kviknuðu í aðdraganda hátíðanna. Ég bið um æðruleysi til þess að takast á við þann suðupott tilfinninga sem hátíðarnar eru.

Minnispunktur dagsins
Yfirsýnin kemur þegar grundvallarlögmálum prógramsins er fylgt.

Hugleiðing dagsins
“Ég veit ekki um neina staðreynd sem er meira uppörvandi en hina óumdeildu getu mannsins til þess að auðga líf sitt á meðvitaðan hátt.” – Henry David Thoreau bandarískur náttúrufræðingur og heimspekingur. Við höfum alltaf haft þessa getu til þess að breyta okkur og lífi okkar, en við höfðum ekki árangur sem erfiði fyrr en við komum í GA. Nú, þegar við höfum fundið GA prógramið, þá höfum við ekki einungis getuna heldur einnig áætlun – nákvæman uppdrátt sem virkar.

Trúi ég því að enginn mæti of snemma í GA prógramið og að enginn snúi of seint aftur? Trúi ég því að með hjálp Æðri Máttar og stuðningi GA félaganna þá séu mér allir vegir færir?

Bæn dagsins
Megi ég ekki gleyma því, að þó svo að löngun mín til þess að bæta mig og líf mitt hér áður fyrr, hafi verið raunveruleg, þá var það dæmt til að mistakast því ég hafði enga raunhæfa áætlun. Megi ég vera þakklátur fyrir að hafa fundið GA prógramið og fyrir það kraftaverk sem GA er. Megi ég muna hvernig líf mitt var og fagna með öðrum GA félögum því sem við höfum öðlast fyrir tilstuðlan GA.

Minnispunktur dagsins
GA færir okkur uppdráttinn.

Hugleiðing dagsins
Hvert og eitt okkar, sem erum í GA prógraminu, getum á okkar hátt og á okkar hraða upplifað andlega vakningu. Með henni kemur hin djúpstæða vitneskja um það að við séum ekki lengur ein og án hjálpar. Að auki kemur hin djúpstæða meðvitund um að við séum búin að læra ákveðin sannindi sem við getum fært öðrum, svo þau geti hugsanlega líka fengið hjálp.

Held ég sjálfum mér stöðugt reiðubúnum fyrir þá andlegu vakningu sem kemur óhjákvæmilega ef ég vinn Sporin?

Bæn dagsins
Megi ég vera stöðugur og ekki vænta þess að hin nýfundna andlega hlið mín muni skyndilega og óvænt vekja hjá mér vitund um Æðri Mátt. Megi sú vitund vakna svo hægt og hljótt að ég verði ekki var við nákvæmlega hvenær hún kom til. Vísbending um vitund mína um Æðri Mátt getur falist í löngun minni til þess að vinna Tólfta Sporið. Megi ég þá gera mér grein fyrir því að ég hef meðtekið meginreglur GA prógramsins og hef sannlega reynt að beita þeim í daglegu amstri mínu.

Minnispunktur dagsins
Lifa samkvæmt meginreglunum – og láta þær ganga áfram.

Hugleiðing dagsins
Þegar við, á áráttukenndan hátt, reynum að verða fullkomin, þá sköðum við okkur sjálf nær undantekningalaust. Svo dæmi sé tekið þá hættir okkur til að gera úlfalda úr mýflugu, lítil vandamál verða óyfirstíganleg. Annað dæmi er þegar við verðum svekkt, pirruð og örvæntingafull þegar við stöndum ekki undir þeim óraunhæfu væntingum sem við gerum til okkar sjálfs. Og þetta verður svo til þess að við verðum síður í stakk búin til þess að takast á við lífið eins og það er.

Get ég lært að gefa örlítið eftir? Get ég beitt mér, með kyrrum huga, á þann hátt sem er raunhæfur og sem er unnt að ná?

Bæn dagsins
Megi ég sjá að ef ég set mér ómöguleg markmið þá er ég að búa til handhæga afsökun fyrir því að mistakast. Það er lika vísbending um skorti á raunveruleikaskyni, að gera mér ekki grein fyrir eigin getu og hvenær ég geti beitt henni. Megi ég læra að setja mér raunhæf markmið, með hjálp GA og míns Æðri Máttar. Þessi markmið kunna að virðast fáránlega lítil í mínum augum, eftir öll þessi ár þar sem ég setti mér svo ómöguleg markmið að þau voru fullkomlega óraunveruleg. En megi ég, með því að brjóta verkefnin niður í smærri hluta, þá sjá að ég geti áorkað mörgu af því sem mig dreymdi um og er að takast á við.

Minnispunktur dagsins
Að brjóta stór verkefni niður í litla hluta.

Hugleiðing dagsins
GA prógramið kennir mér að stefna að framförum, ekki fullkomnun. Þessi einfalda áminning er mér mikil hughreysting, því í henni felst grundvallarmunurinn á lífi mínu í dag og því hvernig það var áður en ég kom í GA. Fyrir GA þá var fullkomnun – í öllum sínum ómöguleika – mitt helsta markmið. Í dag get ég aftur á móti sætt mig við það að þó svo að mér mistakist endrum og sinnum, þá er ég ekki misheppnaður – og þó svo að sumt gangi ekki upp hjá mér þá er ég ekki ómögulegur. Og ég get unnið Tólf Bataspor GA í sömu sátt við sjálfan mig.

Trúi ég því að einungis Fyrsta Sporið sé hægt að vinna fullkomlega, og að það sem hin Sporin tákni sé fullkomin hugsjón?

Bæn dagsins
Guð, kenndu mér að losa mig við gömlu markmiðin um ofurmannlega fullkomnun í hverju því sem ég geri og segi. Ég geri mér loks grein fyrir því að fullkomnunaráráttan var ávísun á mistök, því ég gat aldrei staðið undir eigin háleitu væntingum. Nú, þegar ég sé loks mynstrið í eigin hegðun, megi ég þá læra að hætta að forrita mig til mistaka.

Minnispunktur dagsins
Ég get leitast við að verða ofur mennskur, en ekki ofurmenni.

Hugleiðing dagsins
Ég er smám saman að læra – reyndar gengur það full hægt stundum – að þegar ég gefst upp í þeirri vonlausu baráttu að reyna að stjórna mínu lífi á minn hátt, þá öðlast ég varanlegan frið og æðruleysi. Fyrir mörg okkar þá er þessi lærdómur óþægilega hægvirkur. Á endanum skilst mér þó að það er í rauninni bara um tvennt að ræða – eigin vilja og vilja guðs. Það sem er í mínu valdi að hafa áhrif á lýtur mínum vilja og það sem ég get ekki haft stjórn á lýtur vilja guðs. Ég reyni því að sætta mig við að það sem ekki undir minni stjórn, það lýtur vilja guðs.

Er ég farinn að gera mér grein fyrir því að með því að fela vilja minn í hendur guði, þá er ég í fyrsta sinn farinn að lifa án ringulreiðar og án kvíða?

Bæn dagsins
Megi ég vænta þess að vilji minn verði í samræmi við hinn alltumlykjandi vilja guðs. Ég bið þess að ég geri mér grein fyrir því ef vilji minn er kominn í vonlaust reiptog við vilja guðs. Megi ég treysta guði til þess að leiða vilja minn samkvæmt sinni áætlun – og að hann geri sinn tilgang að mínum.

Minnispunktur dagsins
Ég vil að minn vilji verði í takt við vilja guðs.

Hugleiðing dagsins
Það gerist orðið æ oftar, eftir því sem bati minn eykst, að ég stend mig að því að vera í kyrrlátri bið eftir því að heyra í auðþekkjanlegri rödd míns æðri máttar. Sú rödd býr innra með mér. Að biðja er fyrir mig tvístefnugata – að svipast eftir og hlusta, að leyta og finna. Einn af uppáhaldstextum mínum úr biblíunni hljóðar svo; “Ver kyrr og vittu að ég er guð.”

Veiti ég mínum æðri mætti kyrrláta og kærleiksríka athygli, viss um að upplýst vitneskja um hans vilja muni birtast mér?

Bæn dagsins
Þar sem ég leytast við að kynnast mínum æðri mætti, megi ég þá öðlast vitneskju um bestu leiðina – fyrir mig – til þess að ná til hans og heyra. Megi ég byrja að skynja bænina, ekki bara að hlusta á hljóminn af eigin rödd. Megi ég skynja guðlegt eðli hans flæða yfir mig. Megi ég finna fyrir einingu með mínum æðri mætti.

Minnispunktur dagsins
Skynja kyrrð Guðs.