GA samtökin

Heimasíða GA samtakanna á Íslandi

Browsing Posts published in December, 2024

Hugleiðing dagsins
Þegar ég sannfæri loksins sjálfan mig um að sleppa tökunum á vandamáli sem er búið að valda mér hugarangri – þegar ég stíg til hliðar og læt guði eftir að takast á við vandann – þá losna ég samstundis við hugarangrið. Ef ég held áfram að flækjast ekki fyrir sjálfum mér, þá byrja lausnir að koma í ljós og ég tek eftir þeim. Ég er farinn að gera mér betur og betur grein fyrir mínum eigin takmörkunum. Og ég er farinn að læra að sleppa takinu og treysta mínum Æðri Mætti fyrir því að koma með svörin og sjá um hjálpina.

Heg ég það hugfast að einungis guð er al-vitur og alls-megnugur?

Bæn dagsins
Ef ég rekst á hindrun, megi ég læra að stíga til hliðar og láta guð um að fjarlægja hana. Megi ég gera mér grein fyrir mennskri takmörkun minni þegar kemur að því að leysa vandamál, því ég get aldrei getið mér til um hvernig guð leysir vandann fyrr en ég sé lausnina. Megi ég vita að það er sama hvaða lausn ég finn, guð hefur líklegast betri lausn.

Minnispunktur dagsins
Guð er með betri lausn.

Hugleiðing dagsins
N. Eldon Tanner (bandarískur stjórnmálaður) sagði, “Þjónusta er leigan sem við greiðum fyrir þau forréttindi að lifa á þessari jörð.” Fyrir flesta spilafíkla í bata, þá er sjálf þjónustan forréttindi, forréttindi sem okkur hafa verið gefin samhliða nýjum leigusamningi fyrir lífið. Að sponsa, hringja í nýja GA félaga eða svara símtali frá nýjum GA félögum getur stundum tekið tíma og heilmikla orku. Þegar ég finn fyrir viðnámi hjá sjálfum mér, lát mig þá muna eftir því öryggi sem ég fann fyrir þegar ég var nýliði í GA og áttaði mig á því að það voru til GA félagar sem vildu hjálpa mér, þegar ég bað um hjálp.

Geri ég mér grein fyrir því að sú þjónusta sem ég veiti í dag er mikilvægur hluti af mínum eigin bata?

Bæn dagsins
Megi ég aldrei gleyma því að það er þjónusta þeirra, sem á undan mér gengu í GA, sem gerði GA prógramið aðgengilegt fyrir mig og bata minn í dag. Megi þjónustan sem ég veiti fúslega í dag verða hjálp í bata annarra á morgun.

Minnispunktur dagsins
Þjónusta í prógraminu eru forréttindi.

4.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Fyrir flest okkar, sem erum í GA samtökunum, er auðveldara að hugsa til þess að “við munum ekki spila í dag” frekar en að “heita” því að spila aldrei aftur. Að segja “ég ætla mér aldrei að spila aftur” er gjörólíkt því að segja “ég mun aldrei spila aftur.” Seinni setningin er þrungin sjálfsvilja; gerir ekki ráð fyrir þeirri hugmynd að hægt sé að fjarlægja þráhyggju okkar fyrir fjárhættuspilum með því að stunda 12 spora batastefnu GA – einn dag í einu.

Ætla ég að halda áfram baráttunni við andvaraleysi og gera mér grein fyrir því að ömurlegt líf geti verið handan næsta veðmáls?

Bæn dagsins
“Aldrei aftur” krefst full mikillar skuldbindingar, jafnvel fyrir þau sterkustu á meðal vor. Fortíð okkar er full af “aldrei aftur” og “mun aldrei”, loforðum sem voru brotin fyrir dögun næsta dags. Megi ég, í bili, einblína á að vera spilalaus bara í einn dag í einu.

Minnispunktur dagsins
Aldrei að segja “aldrei aftur.”

3.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Okkar forni óvinur; sjálfsviljinn – þrjóskan, reynir að villa um fyrir mér með réttlætingum eins og; Því á ég að treysta Guði? Hefur hann ekki gefið mér gáfur til þess að hugsa sjálfstætt? Ég verð að nema staðar þegar slikar hugsanir læðast að mér og gera mér grein fyrir því að ég hef aldrei getað náð markmiðum mínum, einvörðungu með því að treysta á sjálfan mig. Ég er ekki sjálfbjarga, né heldur veit ég öll svörin; bitur reynslan ein sýnir mér það.

Veit ég að ég þarfnast leiðsagnar Guðs? Er ég reiðubúinn til þess að taka við henni?

Bæn dagsins
Ég bið að eftir því sem einurð mín og bindindi vex og eykst, þá muni ég ekki draga úr trausti mínu á æðri mætti. Megi ég halda áfram að biðja minn æðri mátt um leiðsögn, jafnvel þegar mér virðist ganga allt í haginn. Megi ég gera mér grein fyrir að ég þarf jafnmikið á mínum æðri mætti að halda hvort sem mér gengur vel eða þager á bjátar.

Minnispunktur dagsins
Að vera sjálfum sér nógur er guðlaus flökkusaga.

2.desember

No comments

Hugleiðing dagsins
Eitt sinn er ég var á fundi, sem var haldinn í kirkju, sá ég steindan glugga er á stóð “Guð er kærleikur.” Af einhverri ástæðu þá skynjaði hugur minn þessi orð á eftirfarandi hátt; “Kærleikur er Guð.” Þegar ég leit í kringum mig á fundinum þá áttaði ég mig á því að hvorutveggja er rétt, því yfir fundinum sveif andi kærleiks og krafts. Ég ætla að halda áfram að leita uppi þennan kærleik og kraft, þar sem ég fylgi GA prógraminu, eins og líf mitt liggi við – sem það í raun gerir.

Þýðir lífið, fyrir mig, það að lifa lífinu í gleði og þægindum-á virkan hátt?

Bæn dagsins
Megi ég skynja þann kærleiksanda sem gefur bænum okkar styrk. Megi ég finna fyrir einingunni í þessu herbergi, þá samansöfnun kærleks sem gefur fundinum þann kraft sem hann býr yfir. Megi ég finna fyrir þeirri einstöku ást á æðri mætti, sem kærleikur okkar endurspeglar.

Minnispunktur dagsins
Kærleikur er Guð.

Hugleiðing dagsins
“Við erum vanafastar verur. Við erum það sem við gerum, aftur og aftur. Að skara fram úr er því ekki athöfn, heldur ávani.” Þetta sagði gríski heimspekingurinn Aristóteles fyrir meira en 2000 árum. Ef ég endurtek spilahegðun mína, þá verður liklegra að ég haldi henni áfram. Með því að mæta stöðugt á fundi, tala við minn Æðri Mátt, tala um tilfinningar mínar og vera í sambandi við aðra GA félaga á milli funda, þá verð ég á endanum það sem ég ástunda: hluti af GA félagsskapnum. Ef ég held áfram að gera þessa hluti, þá verður líklegra að ég geri það aftur og aftur.

Geri ég mér grein fyrir því að allt sem ég legg til á fundum, sama hversu smátt það er, gefur mun betri ávöxtun en nokkurt það veðmál sem ég hef tekið þátt í og jafnvel betri en stærsti vinningur sem ég hef fengið?

Bæn dagsins
Megi það sem ég geri endurtekið í dag vera í samræmi við vilja míns Æðri Máttar. Megi mér skiljast að, þrátt fyrir að fullkomnun sé ekki takmark mitt, þá eru framfarir mögulegar og að ég geti skarað fram úr í öllu því sem ég geri til þess að viðhalda bata mínum. Hjálpa mér að losa sjálfan mig við mína eyðileggjandi ávana og setja í staðinn þann ávana sem hjálpar mér í batanum.

Minnispunktur dagsins
Bati er ekki athöfn, hann er ávani.