Hugleiðing dagsins
Fyrir flest okkar, sem erum í GA samtökunum, er auðveldara að hugsa til þess að “við munum ekki spila í dag” frekar en að “heita” því að spila aldrei aftur. Að segja “ég ætla mér aldrei að spila aftur” er gjörólíkt því að segja “ég mun aldrei spila aftur.” Seinni setningin er þrungin sjálfsvilja; gerir ekki ráð fyrir þeirri hugmynd að hægt sé að fjarlægja þráhyggju okkar fyrir fjárhættuspilum með því að stunda 12 spora batastefnu GA – einn dag í einu.
Ætla ég að halda áfram baráttunni við andvaraleysi og gera mér grein fyrir því að ömurlegt líf geti verið handan næsta veðmáls?
Bæn dagsins
“Aldrei aftur” krefst full mikillar skuldbindingar, jafnvel fyrir þau sterkustu á meðal vor. Fortíð okkar er full af “aldrei aftur” og “mun aldrei”, loforðum sem voru brotin fyrir dögun næsta dags. Megi ég, í bili, einblína á að vera spilalaus bara í einn dag í einu.
Minnispunktur dagsins
Aldrei að segja “aldrei aftur.”