Hugleiðing dagsins
Hef ég öðlast frelsi enfaldlega vegna þess að einn daginn var ég veiklundaður en daginn eftir varð ég skyndilega staðfastur? Hef ég breyst úr þeirri hjálpavana og vonlausu persónu sem ég eitt sinn var einvörðungu með því að “einsetja mér að héðan í frá verði þetta öðruvísi”? Er sú staðreynd að ég sé áhyggjulausari í dag, heldur en nokkru sinni áður, afleiðing af mínum eigin viljastyrk? Get ég eignað mér heiðurinn af því að hafa rétt mig við? Ég veit betur, því ég leitaði skjóls hjá Mætti sem er sterkari en ég – Mætti sem er enn ofar mínum skilningi.
Sé ég breytingarnar, sem hafa orðið á mínu lífi, sem kraftaverk sem mannlegur máttur hefði ekki getað áorkað?
Bæn dagsins
Megi ég aldrei missa sjónar á þeim Mætti sem breytti lífi mínu, eftir því sem dögunum fjölgar sem ég er spilalaus og ákvörðunin um að hætta fjárhættuspili verður fjarlægari. Megi ég muna að bindindi mitt frá fjárhættuspilum er viðvarandi kraftaverk, ekki umbreyting sem á sér stað einu sinni á ævinni.
Minnispunktur dagsins
Lífið er viðvarandi kraftaverk.