Hugleiðing dagsins
Eitt það mest uppbyggjandi sem ég get tekið mér fyrir hendur er að læra að hlusta á sjálfan mig og ná sambandi við mínar sönnu tilfinningar. Árum saman hunsaði ég sjálfan mig og hlustaði þess í stað á annað fólk og líðan þess. Enn þann dag í dag finnst mér sem allir aðrir séu með allt sitt á hreinu, á meðan ég er enn að staulast áfram. Sem betur fer þá er ég að byrja að átta mig á að það að þóknast öðrum getur tekið á sig margvíslega mynd. Ég hef einnig, smám saman, byrjað að átta mig á að það er mögulegt fyrir mig að breyta mínum gömlu háttum.
Ætla ég að hvetja sjálfan mig til þess að hlusta betur á eigin líðan? Ætla ég að hlusta eftir minni innri rödd með þeirri væntingu að ég muni heyra yndislega hluti?
Bæn dagsins
Ég bið að ég megi bera næga virðingu fyrir sjálfum mér svo mér reynist unt að átta mig á mínum sönnu tilfinningum, þessum tilfinningum sem ég í svo langan tíma hunsaði og afneitaði, tilfinningum sem grófu um sig innra með mér eins og eitur. Megi ég vita að ég þarf oft að nema staðar og horfast i augu við eigin tilfinningar, hlusta á minn innri mann.
Minnispunktur dagsins
Ég vil gangast við eigin tilfinningum.