Hugleiðing dagsins
Persónulegt frelsi er mitt, ef ég bara ber mig eftir því. Það skiptir ekki máli hversu sterk tengsl mín eru við mína nánustu vini og ættingja, ég verð ætíð að hafa það hugfast að ég er einstaklingur, frjáls til þess að vera ég sjálfur og til þess að lifa lífinu æðrulaust og í gleði. Lykilorðið í þessum skilningi á tilverunni er einstaklingurinn. Því ég get losað mig undan því að eiga aðild að ýmsu því sem kann að virðast nauðsynlegt. Í gegnum GA prógramið er mér að lærast að rækta minn eigin persónuleika.
Er mér að takast að efla mitt eigið frelsi, með því að leyfa öðrum að vera frjálsir til þess að stjórna sínum gerðum og örlögum?
Bæn dagsins
Megi ég finna persónulegt frelsi mitt, með því að endurmeta sambönd mín, skilgreina upp á nýtt forgang, öðlast virðingu fyrir eigin persónuleika. Megi ég veita öðrum sama rými svo þeir geti fundið sína eigin tegund af persónulegu frelsi.
Minnispunktur dagsins
Gríptu frelsið; það er þitt.