Hugleiðing dagsins
Mörg okkar, sem erum í GA prógraminu, eigum það sameiginlegt að hafa stundað fjárhættuspil til þess að “tilheyra”, til þess að vera “stór kall/kona” eða til þess að “vera hluti af hópnum.” Önnur spiluðu til þess að tryggja sér stað – finnast þau eiga samleið með mannkyninu. Og stundum hafði spilamennskan þessi áhrif, sló tímabundið á þá tilfinningu að finnast við vera öðruvísi – standa utan við venjulegt líf. En þegar áhrifin af spilunum hurfu, þá stóðum við oftar en ekki eftir með enn meiri tómleikatilfinningu, fannst við vera enn meira utan við og öðruvísi en nokkru sinni.
Finnst mér stundum eins og “mitt tilvik sé sérstakt”?
Bæn dagsins
Megi guð gefa að ég komist yfir þá tilfinningu að finnast ég vera “öðruvísi” eða á nokkurn hátt einstakur/einstök. Það er hugsanlegt að þessi tilfinning hafi komið mér til þess að stunda fjárhættuspil í upphafi. Hún átti þátt í að hindra að ég sæi hversu alvarleg fíknin var orðin hjá mér, því ég hugsaði með mér “Ég er öðruvísi. Ég ræð við þetta.” Megi ég nú átta mig á því að ég raunverulega tilheyri fjölmennum félagsskap fólks sem er alveg eins og ég. Með hverri reynslu, sem félagar í GA deila með sér, þeim mun minni verður sérstaða hvers og eins.
Minnispunktur dagsins
Ég er ekki einstakur/einstök.