Hugleiðing dagsins
Ef við fundum fyrir sektarkennd, niðurbroti eða samviskubiti vegna fíknar okkar eða hegðunar, þá jók það á þá tilfinningu að finnast við vera utangarðs/útskúfuð. Á stundum óttuðumst við eða jafnvel trúðum því að við ættum skilið að finna svona til: við héldum á stundum að við værum utangarðsmenn. Við gátum ekki einu sinni tjáð okkur um líðan okkar og gátum varla afborið að leiða hugann að því hvernig okkur leið. Við fórum því fljótlega aftur að spila.
Man ég vel hvernig þetta var?
Bæn dagsins
Megi ég minnast þess hversu oft mér fannst ég vera alein/-n að burðast með skömmina og sektina, á meðan ég var virkur spilafíkill. Hin falska gleði spilasalanna eða yfirborðskenndu samskipti gátu ekki komið í veg fyrir að mér leið eins og utangarðsmanni. Megi ég meta það tækifæri sem ég hef fengið til þess að eignast nýja vini og félaga í GA samtökunum. Megi ég gera mér grein fyrir að þau sambönd sem ég mynda í dag eru heilbrigðari, áreiðanlegri og þroskaðri.
Minnispunktur dagsins
Þökk sé Guði fyrir nýja vini.