Hugleiðing dagsins
Félagi minn í GA kenndi mér að sjá óhóflega sektarkennd mína í nýju ljósi, með því að stinga upp á að ég liti á hana sem ekkert annað en öfugsnúið stolt. Hann sagði ennfremur að viðeigandi eftirsjá vegna einhvers sem hefur gerst er í fínu lagi. En sektarkennd, nei það er ekki í lagi. Mér hefur lærst, eftir að hann sagði þetta við mig, að það að dæma okkur sjálf vegna einhverra mistaka sem við gerðum er alveg jafn slæmt og að dæma aðra fyrir þeirra mistök. Við erum í raun ekki í stakk búin til þess að dæma, jafnvel ekki okkur sjálf.
Gríp ég stundum til þess ráðs að “berja mig til dauða” þegar mér verður á ?
Bæn dagsins
Megi ég varast að vera fastheldinn á sektarkenndina, löngu eftir að ég ætti að vera búinn að segja skilið við hana. Megi ég þekkja muninn á eftirsjá og sektarkennd. Megi ég gera mér grein fyrir því að sektarkennd, sem ég dragnast um með til lengri tíma, er hugsanlega uppblásin hugmynd mín um eigið mikilvægi, sem og núverandi sjálfs-réttlæting. Megi Guð einn vera minn dómari.
Minnispunktur dagsins
Sektarkennd er hugsanlega öfugsnúið stolt.