Hugleiðing dagsins
Ég hef lært það í GA prógraminu að fyrir mig er galdurinn ekki það að hætta að spila, heldur er það að geta viðhaldið því að vera hættur og að læra hvernig ég geti forðast að byrja aftur. Því Guð veit að ég reyndi ótal sinnum að hætta, með því að lesa yfir hausamótunum á sjálfum mér hversu slæmt það væri, ekki bara fyrir líf mitt heldur líka fyrir allar hliðar á hegðan minni. Spilamennskan var í raun að breyta því hver ég var – hvernig ég hagaði mér. Til þess að viðhalda því að vera hættur, þá varð ég að þróa jákvæða og viðvarandi hegðun. Ég hef orðið að læra að lifa frjáls frá fíkninni, þroska með mér nýja hætti, ný áhugamál og ný viðhorf.
Tekst mér að vera sveigjanlegur í hinu nýja lífi mínu? Er mér að takast að beita frelsinu til þess að segja skilið við takmörkuð markmið?
Bæn dagsins
Ég bið þess að hið nýja líf mitt megi verða fullt af nýrri hegðan, nýjum vinum, nýrri athafnasemi, nýjum leiðum til þess að sjá hlutina. Ég þarfnast hjálpar Guðs til þess að yfirfara lífsstíl minn svo hann geti innifalið allt það nýja sem hann verðu að innihalda. Ég mun líka þurfa að koma sjálfur með nokkrar nýjar hugmyndir. Megi frelsi mitt frá spilafíkn hjálpa mér að velja með opnum og skýrum huga.
Minnispunktur dagsins
Að hætta er að byrja.