Hugleiðing dagsins
Samuel Johnson (enskt skáld) ritaði: “…..sá sem hefur svo littla þekkingu á mannlegu eðli að telja að leiðin til þess að verða hamingjusamur sé að breyta öllu öðru en eigin lunderni, mun sólunda lífi sínu í árangurslaust erfiði og margfalda þann harm sem hann áformar að fjarlægja.” Ég geri mér grein fyrir því í dag að ég er ekki sú slæma maneskja sem ég taldi mig vera, mér urðu á mistök á ævinni sem ullu mér og þeim sem ég elska miklum harmi og sársauka. Með því að breyta mér í dag, þá get ég horfst í augu við óuppgerða fortíð mína og litið á hana sem lærdóm. Ég vona að þau sem standa mér nærri læri að virða heilbrigt val mitt í dag, í stað þess að einblína á óheilbrigt val mtt í fortíðinni.
Hefur Æðruleysis bænin kennt mér að eyða kröftum mínum einvörðungu í það sem ég get breytt – mér sjálfum?
Bæn dagsins
Veit mér hjálp við að skilja að ég verð að leita svara við breytingum innra með sjálfum mér. M egi ég velja það sem færir mér hamingju og æðruleysi og forðast það sem veldur mér uppnámi og
hryggð. Ef ég leyfi mínum Æðri mætti að leiðbeina mér þá hef ég öðlast það eina sem ég þarf til þess að velja rétt í dag.
Minnispunktur dagsins
Ég vel að breyta sjálfum mér, með Guðs hjálp.