Hugleiðing dagsins
GA prógramið er vegferð, ekki áfangastaður. Áður en við kynntumst prógraminu – og hjá sumum okkar, oft á tíðum eftir það – þá leituðu flest okkar að svörum í trúarbrögðum, heimspeki, sálfræði, í kenningum um sjálfsstjórn og persónluegan vöxt. Oftar en ekki þá færði þessi leit okkur þá niðurstöðu sem við þurftum einmitt á að halda; frelsi, ró, sjálfstraust og gleði. En leitin veitti okkur sjaldan svör við því hvaða nothæfu aðferð við ættum að beita til þess að fá þessa niðurstöðu – hvernig við ættum að komast úr þeirri stöðnuðu örvæntingu, sem við vorum í, og i það ástand sem við leituðum að.
Trúi ég því í einlægni að Sporin Tólf geti hjálpað mér að finna það sem ég í þarfnast og vil í raun?
Bæn dagsins
Megi ég vita að þegar ég er búinn að vinna Sporin Tólf, þá er ég ekki kominn á lygnan sjó. Lífið er ekki eins og slétta heldur er það aflíðandi brekka upp á við. Og við verðum að vinna sporin aftur og aftur muna þau. Megi ég vera þess fullviss að um leið og þau eru orðin hluti af lífi mínu, þá munu þau bara mig hvert sem ég vil fara.
Minnispunktur dagsins
Sporin er vegferð, ekki áfangastaður.