Hugleiðing dagsins
Nú orðið fer ég á GA fundi til þess að tengja við það sem félagarnir eru að segja, ekki til þess að reyna að finna það sem passar ekki við mína reynslu. Og þegar ég hlusta eftir tengingum, þá er merkilegt hversu margar ég finn, sérstaklega varðandi tilfinningar. Þegar ég fer á fund þá hef ég í huga að ég er hér vegna eigin fíknar, ekki vegna fíknar einhvers annars, og það sem er mikilvægast, nefnilega hvaða afleiðingar fíknin hafði á hug minn og líkama. Ég fer á fundi vegna þess að það er vita vonlaust fyrir mig að ætla mér að vera spilalaus upp á eigin spýtur. Ég þarfnast GA prógramsins og Æðri Máttar.
Er ég farinn að draga úr dómhörku minni gagnvart öðrum?
Bæn dagsins
Megi ég halda árvekni minni þegar ég hlusta, einu sinni enn, á Gunna eða Halla eða Pétur eða Fríðu eða Jón eða Siggu segja sína sögu af eymd og örvæntingu. Megi ég finna, þegar ég hlusta af þeirri athygli sem ég við geta beitt, að hvert og eitt þeirra hefur eitthvað að segja sem ég get tengt við og samsamað minni sögu. Megi ég verða enn einu sinni hissa á því hversu margt við eigum sameiginlegt. Megi það sem er líkt með okkur þjappa okkur saman.
Minnispunktur dagsins
Í því sem við eigum sameiginlegt felst styrkurinn.