Hugleiðing dagsins
Fá okkar vita í raun hvað það er sem við viljum og ekkert okkar veit hvað er okkur fyrir bestu. Sú vitneskja er í höndum Guðs. Þetta er staðreynd sem ég verð á endanum að taka gilda. þrátt fyrir þvermóðsku mína og uppreisnargirni. Héðan í frá ætla ég að takmarka bænir mínar við beiðni um leiðsögn, opnum huga til þess að taka leiðsögn og styrk til þess að fara eftir henni. Ég mun, eftir fremsta megni, fresta öllum ákvörðunum uns ég hef fengið staðfestingu frá mínum Æðra Mætti að hver og ein ákvörðun sé sú rétta fyrir mig.
Er ég að “prútta” við minn Æðri Mátt, haldandi að ég viti hvað sé mér fyrir bestu?
Bæn dagsins
Megi ég forðast að semja við minn Æðri Mátt. Megi ég þess í stað vera ílát, opinn fyrir hverri þeirri andagift sem Guð kýs að hella í mig. Ég bið þess að ég muni að ákvarðanir Guðs eru farsælli fyrir mig heldur en mínar eigin fálmkenndu áætlanir og að ákvarðanir hans muni koma þegar ég þarf á þeim að halda.
Minnispunktur dagsins
Ég mun ekki prútta – né veðja – við Guð.