GA bókin – “Á batavegi með Gamblers Anonymous”
Þessi útgáfa GA bókarinnar er vinnuskjal, ætlað til yfirlestrar og lagfæringa áður en endanlegt skjal er sent í prentun.
Vinsamlegast lesið yfir textann og berið saman við prentaða útgáfu GA bókarinnar. Prentaða útgáfan er samþykkt af GA ISO. Ef textanum er breytt frá prentuðu útgáfunni þá þarf að senda nýju útgáfuna til GA ISO og fá hana samþykkta.
Texti skjalsins er unninn upp úr vinnuskjölum GA félaga frá 2001. Þau vinnuskjöl voru ekki endanlega útgáfa bókarinnar. Sú útgáfa er ekki lengur til á tölvutæku formi og því var lögð vinna í að lesa saman textann frá 2001 og prentaða útgáfu bókarinnar. Skjalið hefur verið aðlagað að útliti prentuðu útgáfunnar og reynt var að gera skjalið eins og bókina að öllu leyti. Vegna smávægilegs munar á letri og útlitshönnun þá er nýja útgáfan 2 blaðsíðum lengri og skipting texta á milli blaðsíðna er að einhverju leyti frábrugðin.
GA bókin er hér
Einn Dag í einu / A Day at a time
Hér eru fyrstu drög að þýðingu á GA bókinni “A Day at a time.”
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða leiðréttingar varðandi textann, þýðinguna, útlitið eða hvað eina sem betur má fara, til lausn@gasamtokin.is
Kjarnabókin
Kjarnabókina er hægt að sækja hér
Í kjarnabókinnni er á einum stað búið að safna helstu upplýsingum um spilafíkn, GA samtökin, 12 sporin, erfðavenjurnar og fleira, sem gagnast öllum nýliðum í upphafi bataferilsins. Þar er einnig að finna handhægar upplýsingar fyrir nýja félaga í GA samtökunum sem og 20 spurningar sem hægt er að styðjast við varðandi sjúkdómsgreiningu.
Tólf Spora vinnuskjöl
1. spors vinnuskjal – þýðing frá GA ISO – 1.Spor
1. spors vinnuskjal – byggt á skjali frá SÁÁ – 1.Spor
4. spors vinnuskjal – Konur – Karlar
4. spors vinnuskjal – Fjárhagur
12 spora vinnubók – 12 spor
Nýliðabæklingur
Nýliðabæklingur er gagnlegur fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref. Hann inniheldur leiðbeiningar, 20 spurningar, Erfðavenjur GA og 12 Reynsluspor GA.
Æðri Máttur – eins og við skiljum hann
Hér eru hugleiðingar Gordon Moody, eins af stofnendum GA í Englandi, varðandi Æðri Mátt
Dagleg hegðun – daglegt yfirlit yfir hegðun mína
Hér er skjal sem hægt er að nota við að fylgjast með daglegri hegðun, jákvæðri sem og neikvæðri.
10 ástæður þess að GA félagar hætta að stunda GA prógramið
Rannsóknir hafa sýnt að það að sækja fundi eins og GA fundi, spilar stórt hlutverk í bata við fíkn. Því lengur sem spilafíklar stunda slíka fundi, þeim mun líklegri eru þeir til þess að ná varanlegum árangri í bata.
Hér er listi yfir 10 helstu ástæður þess að GA félagar hætti að stunda GA prógramið.